Gráðug....

kollukot007
Þetta er hún Ninja mín.
Eru hundar misjafnlega gráðugir? Fá sumir hundar aldrei nóg? Allavega ekki hún Sigríður Ninja Ómarsdóttir nei takk. Þegar hún er búin að borða sinn skammt þá tékkar hún alltaf á því hvort það er ekki  örugglega eitthvað eftir í skálinni hans Aríesar litlu dúllunni minni og slafrar þá í sig restinni hans þó svo hún eigi að vera orðin pakksödd og ef svo vill til að ég fái mér eitthvað í svanginn þá bara plantar hún sér einhverstaðar nógu nálægt til láta vita að hún væri nú alveg til í smá ábót ha? Þetta fer stundum rosalega í taugarnar á mér hvað hún getur verið ágeng hvað mat varðar. Og þegar hún fær smá blautmat út á þurrfóðrið þá bókstaflega andar hún ekki á meðan...hún barasta gleypir þetta í sig  eins og það sé hungursneyð að skella á og enginn..nákvæmlega enginn getur borðað eins hratt og hún. Ég þori að veðja uppá það. Og ef keppt yrði í kappáti hunda þá yrði hún langfyrst..plús það að vera búin að ná sér í ábót hjá öllum hinum þó svo það væru tuttugu hundar. Ég er nú oft að hvessa mig við hana og skipa henni í burtu meðan við erum að borða. Hún fer....en ekki mjög langt...svo mjakar hún sér ósköp hægt og rólega í áttina til okkar og meira að segja litla dúllan mín hann Aríes er að verða jafn ágengur og hún á meðan við erum að borða. En hann er svo sniðugur.. hann felur sig undir borði svo við sjáum hann ekki.. svona ef það skyldi nú eitthvað detta á gólfið. Það mætti halda að ég væri að svelta þau eins og þau láta stundum. Ég veit það vel að þetta er okkur sjálfum að kenna hvernig þau haga sér greyin við erum ekki nógu ákveðin við þau. Stundum bíða þau þar  til að við erum búin að borða og meira að segja þegar ég er að hreinsa af diskunum þá plantar Aríes sér fyrir neðan skáphurðina þar sem ruslið er og bíður eftir að það detti nú eitthvað af disknum á gólfið og Ninja bíður átekta með nefið við ruslafötuna. það er ekki fyrr en þessari athöfn er lokið að þau fatta það að það er enginn nammidagur í dag ha..ha...nei..nei og þá loksins drattast þau að skálunum sínum og réttnarta í hundafóðrið sem kostar fleiri þúsundir..heyriði það...kæru heimilisdýr.. það er kreppa.. bara versogo.. boun apetit.. eða hvað það nú heitir aftur. Ég var að spá...ef maður setti hundafóður á diskinn sinn og fengi sér smakk..nú eða bara þykjast hvað mundi ske þá?? Kannski fyndist manni þetta bara gott Tounge svo það yrði bara hundafóður í alla mata eins og krakkarnir segja...kannski fengi Ninja samkeppni þar sem ég og hún myndum berjast um síðasta kornið í skálinni hennar á eldhúsgólfinu..arrr..grrr.. ha..haLoLGrin
Voff..vofff.....ó afsakið..... ég meinti blessCrying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki ein í þessum hunda heimi voff voff

Dabbi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Helena

Já get nánast tekið undir öll orð þín ...........og Dabba Leo sníkir reyndar ekki mat nema ef við borðum einhversskonar kjöt, þ.e. lamb eða kjúkling. Hann hlýðir ef við skipum honum fram en ekki ef það eru aðrir hundar að sníkja líka.....því þá verður hann heyrnarlaus !!

Helena, 14.9.2008 kl. 02:02

3 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Jé so hissa.... jamm...ég veit að ég er ekki ein í hundaheimi dúllurnar mínar en var svona undirliggjandi að athuga hvort ykkar hundar væru með þessa geðveiki...í mat...ég man ekki eftir að Diezel væri svona. Kannski er þetta bara eins og í mannheimum!! Og af hverju ekki?? Geta hundar ekki ....eins og mannskepnan  vera haldin lystarstoli og eins......yfirgenginni.. áráttu í mat??? Geðbilun..þunglyndi...o.s.fr? Eru blessuð dýrin okkar eitthvað öðruvísi en við mannfólkið? Má ég fá álit sérfræðinga takk fyrir... Ég held nefnilega að það sé akkúrat málið....menn og önnur dýr eru líkari en við höldum..ekki satt??

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:20

4 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þessu með Ninju og Ariez þau er bara með Endalaust pláss í mallanum hehe :P Enn hvað varðar Leó óó já hann verður sko Heyrnalaus þegar hann er nálægt öðrum hundum haha enda er það orðið frekar fyndið enn samt ekkert sniðugt.

Enn Svona er þetta bara

Þau eru samt sem áður algjör æði þessar elskur

Irena (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Hæ Írena mín  gaman að þú skyldir kíkja inn. Endilega láttu sjá þig oftar elskan mín...ég sakna þín alveg rosalega mikið. Ástarkveðjur

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband