27.9.2008 | 07:43
Hörpuljóð
Brúðurin
Svífa til jarðar, dúnmjúk og létt
snjókornin jafnt og þétt
þau setjast á hár þitt og krýna þig enn
brúði vetrarins.
Þau glitra og dansa við mánaskin
stjörnubjartan himininn
þau lokka og laða og andlit þitt baða
þú brúður vetrarins.
Horfið er skrautið úr haddi þínum
er prýddi þig í vor
blómin horfin...liljan dáin
frosin lækjarskor.
Sumars þín fegurð
er horfin á braut
laufblöðin fallin
í móðurskaut
nú kiknar hvert strá
undan snjóþunga vetrar
trjágreinar slúta hoknar og berar
bogna...
að endingu brotna.
En svo dásemdar fljótt
kviknar líf þitt á ný
sól þín hækkar
á lofti svo hlý
vermir og græðir
sárin þín
klæðir þig
fegurstu fötin í
hár þitt
fær dáfagran
lit sinn á ný
blómin skreyta þig aftur.
Gola sumars
kemur hlý
og kyssir kinn þína
þú brúður
sumarsins.
(höf. K.H.K 13.nóv'79)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.