Hörpuljóð

Því gleymi ég aldrei.

Ég aldrei mun gleyma er titrandi stóð

sjá jörðina opnast og þeyta upp glóð

ég starði og starði á ösku og eld

sem breiddi sig út líkt eldrauðum feld.

Ógnandi drunurnar kváðu þar nið

með barnið í fanginu flúðum við

í ógnandi örmum skildum við allt

niðri við bryggju stóð fólkið þar, margt.

Á bátum var flúið á meginlands strönd

þar tóku á móti okkur vinir í hönd

með alúð og vinsemd þau tóku oss í mót

þó pláss væri lítið..það skipti ekki hót.

Seinna er fórum við heim til að sjá

ummerkin eftir eldsins gjá

húsin á kafi í kolsvörtu gjalli

í austri var eldur í nýju fjalli.

Við ákváðum seinna að flytjast til baka

með vonina að vopni og áhættu taka

þá oft var mér litið í austur á fjallið

hraunið sem kaffærði húsin og gjallið.

Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka

Vatnsdalur tiginn og Landagata

róló og sundlaugin er lékum við oft

nú gnæfir þeim yfir...hraun hátt í loft.

Þegar ég sit hér og hugsa um það nú

hve fólkið var rólegt svo samtengt sem brú

þá þakka ég einum sem bak við oss stóð

og bjargaði oss yfir eld og glóð.

(höf. K.H.K 08.1977)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband