Hörpuljóð

Ágúst nætur

 

Er líða fer að ágúst

þá kætist sér hver sál

því styttast fer í hátíð

eyjamanna

þá fyrstu nótt á Fjósakletti 

er tendrað mikið bál

sem lýsir upp hvern kima..

tjaldborganna.

 

Aðdáunarkliður f

frá vörum manna berst

er flugeldarnir springa

yfir Dalnum

sem steypast yfir fossar

og stjörnuglitrað regn

og drunur miklar kveða

úr fjallasalnum.

 

Við varðeldinn er spilað

og fjöldinn syngur með

þá ómar sérhver skúti

sérhver kimi

já margar ágústnætur

ég lifað hef og séð

og engin þeirra líður

mér úr minni.

(ljóð K.H.K 06.07´84)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband