11.10.2008 | 08:26
Kærar þakkir
Ég vildi bara þakka ykkur öllum fyrir innlitið á síðuna mína frá því hún var opnuð og ekki síst ykkur sem komið inn og hverfið sem hljóðlátur skuggi út úr lífi mínu. Það væri virkilega gaman að kynnast ykkur og heyra frá ykkur elskurnar mínar og mér þykir virkilega vænt um ykkar heimsóknir sem segir mér ýmislegt án orða...ég er allavega þess virði að kíkja í heimsókn til... og með það er ég ánægð og hrikalega montin með..ástarþakkir fyrir og ekki síst í skugga þessara daga þarf ég eins og þið á því að halda að heyra í ykkur og þætti mér virkilega vænt um það......Ég er bara ósköp venjuleg manneskja...... en er fædd og uppalin eyjapæja......þekki ýmislegt úr þessu blessað lífi.......er ekki alveg laus við að hafa upplifað tímana tvenna.... nú eða þrenna og ég get lofað því að ég bít ekki þó svo þið kommentið á það sem ég hef að segja....það væri virkilega gaman að heyra ykkar skoðanir...ég er unnandi góðrar tónlistar...elska lögin hans Villa og er annars alæta á tónlist..er pínulítill hippi í mér. Ég er laga og ljóða höfundur og fyrsta ljóð mitt á ensku var opinberað í amerískri ljóðabóka útgáfu og fékk heilmikil komment á það frá ritstjórum ljóðabókarinnar.... ef þið smellið á myndirnar mínar getið þið skoða það. Maður er bara eins og litlu börnin...bíður spenntur eftir að fá hálfan eða heilan broskall í bókina sína og ég segi bara enn og aftur.. ástarþakkir fyrir innlitið og endilega farið vel með ykkur í þessum rússíbana...hann á eftir að stöðvast. Ekki vera leið..ekki vera reið.. reynið að gráta ekki..þó svo það sé allt svart...það birtir upp um síðir..ég er sjálf orðið að upplifa þetta alheimsgrín eins og þið og ég get vissulega sagt frá því að ég hef verið ekki langt frá því að bugast af áhyggjum....yfir ekki endilega mér sjálfri...nei ..nei....yfir öllu..ég er bara þannig manneskja að ég tek allt inn á mig og hef stundum verið pínulítið skömmuð fyrir það...hef áhyggjur af öllu öðru nema ekki endilega af sjálfri mér og mínum heittelskaða. En vissulega hef ég áhyggjur af börnunum mínum og hvernig þeim kemur til með að reiða af í þessari óvissu allra tíma..Þetta er akkúrat það sem ég óskaði ekki eftir og það er kreppa vegna þess að börnin okkar kunna ekki að vera í kreppu...svo það á víða eftir að verða árekstrar í einkalífinu og það verða skilnaðir og síðast en ekki síst að manneskjur sem koma til með að sjá aðeins svartætti framundan taka sitt eigið líf og því miður er það orðið að veruleika. Ofan á allt...þarf fólk að syrgja þá sem gátu ekki staðið undir öllum þessum þunga..ég segi bara guð styrki ykkur elskurnar mínar í ykkar sorg hvar svo sem á landinu þið búið. Þvílíkur harmleikur..þvílíkur ömurleiki..hugur minn er hjá ykkur öllum. Og ég vona innilega og frá mínum dýpstu hjartarótum eins og allir aðrir landsmenn að nú fari hlutirnir að ske......Ég sagði við minn heittelskaða í fyrradag að ég sæi þá sýn að Geir (forsætisráðherra) væri eins og forystusauður og við almenningur eins og flokkur kinda á leið til slátrunar..við erum komin inn í einhvern óraunveruleika sem við(almenningur) höfum enga stjórn á og erum að sogast inn í einhverja hringiðu sem virðist í augnablikinu vera botnlaus og þessi botnlausa hít verður að fyllast af fólki sem hefur bara verið til sem elskendur þessa blessað lands okkar..unnið myrkrana á milli svo afkomendur okkar geti haft það betra. En það er greinilegt að við ólum nöðrur við brjóst okkar....elsku mæður þessa lands. Það sást ekki í upphafi nei.. ó ...nei en við elskum samt eftir sem áður..akkúrat þetta fólk sem fór svona hrikalega af vegi dyggðarinnar...athugið þetta fólk á sér fjölskyldur...mæður og feður og síðast en ekki síst börn sem verða fyrir margföldum áhrifum og afleiðingum..og það er ekki þeim um að kenna. Ég get líka verið grimm og einfaldað þetta og hugsað bara um þá sem komu okkur í þessa krísu...bölvað þeim til helvítis og það hef ég vissulega gert eins og margir aðrir þegnar þessa yndislega lands...Íslands..land elds og ísa...þar sem brestur á frost og funi eins og gerist þessa daga hjá hverjum Íslendingi hvar svo sem í heiminum þeir búa.Trú og efasemdir...hvað er að gerast eiginlega hjá okkur..er það furða að við heimtum svör og ekki seinna en í gær !! Ó ..himneskur ..ég ætlaði aldrei að fara út í þessa sálma en ég get ekki orða bundist..og ég biðst innilegrar afsökunar. Frekar vil ég vera baráttukona velvildar og ástar og væntumþykju..horfa á það sem stendur manni næst...ég er svoooo rík Má ég fyrstan telja elsku eiginmann minn hann Ómar svo yndislegur og góður hann er og þar þarf ég að segja að að hann er gull af manni . Elsta dóttir mín Helena Sigríður (Sigríður í höfuðið á manneskjunni sem aðalhetjan okkar í þessu lífi) Og besti tengdasonursem ég á enn þann dag í dag og það er hann Geir minn Halldórsson þau eiga Elvar Geir og Halldór Pál alveg hreint yndislega stráka og svo sakar ekki að að segja frá því að þeir eru svo fallegir drengir og á ég ekki endilega við útlitið heldur innrætið...þeir verða einhvern tíma góðir feður eins og pabbi þeirra ..ekki spurning..og síðast en ekki síst er að sýna sig genið frá mér ljóða og laga og spileriíð..hvar og hvenær sem er.Davíð minn sem er og þýðir hinn elskaði og Ása mín elskuleg..þau gáfu mér litla telpu á þessu blessaða ári og hún heitir Sunna Emilí alveg hreinn gimsteinn og ég elska hana í tætlur og þau líka..elskurnar mínar. Írenu mína yngstu og Daða hennar heittelskaða ....mér þykir svo vænt um að sjá og horfa á hversu ástfangin þau eru og það yljar mér um hjartaræturnar..hvað get ég óskað mér betra Mér finnst svo óumræðilega vænt um þessar manneskjur og óska þeim alls hins besta í lífinu, Og svo eru hinar yndislegu manneskjurnar í lífi mínu sem koma frá mínum heitelskaða..Eddi og Erla þau eru barasta óskasteinar hverrar tengdadóttur..svo ljúf og yndisleg í alla staði og ekkert nema velvild og hlýja í minn garð. Eðvald j.r hann er í miklu uppáhaldi hjá mér..hann ætlar að fetaí fótspor föður síns...vonandi...að vera góður og ljúfur... við konur. Enda á minn margar góðar vinkonur gegn um árin...og þá er ég að tala um vinkonur. Jæja elskurnar mínar.. ég segi bara lifið vel...haldið utan um þær manneskjursem eru hjá ykkur dags daglega ....eiginmenn og eiginkonur..börnin ykkar og aðra fjölskyldumeðlimi.
Kæru vinir sem lesið mig verið endilega róleg þó svo sé svartnætti..við erum sterkari en þið haldið...n.b Munið við gátum staðið af okkur Heimaeyjagos en það tók 4-5 ár að komast á rétt ról og athugið eitt þetta var aðeins lítið samfélag en margir tóku þátt í að reisa það upp úr öskustónni. En þegar heilt samfélag sem telur allt Ísland þá er allt annað upp á teninginn það gæti tekið aðeins lengri tíma. Vonandi með góðri samvinnu annarra þjóða tekst okkur að komast upp úr þessari að því er virðist.......botnlausu hít.
Munið bara eitt elskurnar mína..fjölskyldan er númer eitt
Kolla í kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist á öllu að þú sért moldrík bæði af ást af hamingju og börnum og barnabörnum og hafir mikið að lifa fyrir ,og hvað þá að búa á slíkum stað sem eyjar eru .kveðja frá gömlum eyjamanni
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 11.10.2008 kl. 09:25
Kærar þakkir fyrir innlitið. Og bestu kveðjur frá Eyjum
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.10.2008 kl. 14:50
Takk fyrir hughreystinguna þetta er alveg frábær bloggfærsla hjá þér Harpa mín manni hlýnaði um hjartarætur á að lesa þetta og ég verð að segja að það féllu nokkur tár líka
Kveðja
Anný
Ps : Það var æðislegt að fá þig heim í kaffispjall með Helenu um daginn
ég vona að við getum endurtekið það fljótlega aftur
Shakira, 12.10.2008 kl. 11:03
Takk fyrir hlý orð, ég veit ekki hvað það er, en ég hef ekki neinar stórar áhyggjur af ástandinu. Ég held að botninum sé náð og nú liggi leiðin upp á við. Og það er undir einum og hverjum komið hversu hratt þetta lagast, munið að ,,hver er sinnar gæfu smiður´´ .Spilin verða stokkuð upp á nýtt og það er undir okkur komið hvernig við spilum úr þeim. Ég er bjartsýnn og sé tækifæri víða, eins dauði er annars brauð.
Dabbi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:53
Hæ, Kolla mín og takk fyrir skemmtilega hugleiðingu. Allveg er ég sammála þér en - mikið helv... ertu væmin. Karlremba eins og ég á ekki að þurfa að fara tvisvar fram og sníta úr mer tárin við lestur á ekki lengri hugl.!!!
Haltu áfram að skrifa og láttu ekki nöldrið í mér fara í taugarnar á þér. Baráttukveðjur Eddi.
p.s. Hvernig væri að koma norður og kynnast einhverju öðru en rokinu ???
Eðvald Friðriksson 081037 2489 (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:00
Hahahahahaha góður
David (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:40
Æ hvað það er nú gott þegar maður kemst nálægt sálartetrinu og ekki veitir nú af elskurnar mínar og innilegt þakklæti fyrir innlitið..ekki var nú ætlunin að græta neinn en svona er þetta yndilslega líf og því læt ég fylgja hér á eftir ljóð sem ég veit ekki hver er höfundurinn af,það bara segir svo margt:
Dýpsta sæla..sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 14.10.2008 kl. 18:00
Vá manni líður svo vel eftir að hafa lesið bloggið hjá þér kolla mín,þú ert svo skemmtilega góður penni að ég held að annað eins finnist ekki,en ég hef fulla trú á að ástandið batni fljótt,og alveg er ég sammála þér með fjölskylduna þína hún er frábær og ekki má gleyma þínum heittelskaða ,en við sjáumst í fyrró dúllan mín stór koss frá mér bæbæ
fanney hreindýr hihihihi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:48
Þú ert svo mikil Krútta MAMMA
lOVE YOU
Írena Lilja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.