19.10.2008 | 14:29
Hrukkurnar mínar......
JE..DÚDDA..MÍA...... HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ SKE!
HVERNIG STENDUR EIGINLEGA Á ÞVÍ AÐ ÞÓ MÉR FINNIST ÉG VERA "KORNUNG" ÞÁ SEGIR LÍKAMI MINN.......ALLT ANNAÐ..HA..
ÞAÐ HAFA BÆST VIÐ ÍSKYGGILEGA MARGAR HRUKKUR Á ÝMSA LÍKAMSPARTA SEM VORU EKKI SÝNILEGAR ÁÐUR. ÞÆR BARASTA LÆÐAST AÐ MANNI.... EINS OG ÞJÓFUR Á NÓTTU.
SAMA HVAÐ MAÐUR BER MIKIÐ AF HRUKKUKREMI OG ALLSKONAR KREMUM SEM EIGA AÐ GERA HÚÐINA MJÚKA OG STINNA.
SÉR ER NÚ HVER STINNINGIN............HMM
ENDA ÞEGAR MAÐUR FER AÐ PÆLA Í AUGLÝSINGUNUM UM HRUKKUKREM ERU ÞAÐ ALLTAF UNGAR OG FERSKA KONUR SEM SÝNA NOTKUN KREMSINS. UNGAR KONUR MEÐ STINN BRJÓST LÝTALAUSA HÚÐ.....EINSTAKLEGA FALLEGAR MEÐ GEISLANDI BROS.
ÆTLI MAÐUR HAFI VIRKILEGA..ha.... Í UNDIRMEÐVITUNDINNI TRÚAÐ ÞVÍ ,AÐ MAÐUR MYNDI LÍTA EINS ÚT MEÐ ÞVÍ AÐ BERA Á SIG NÝJASTA NÆTURKREMIÐ FRÁ NIVEA .
OG EKKI MÁ GLEYMA DAGKREMINU SEM GEFUR HÚÐINNI ÞANN RAKA SEM ÞARF.....ISS BARA... MÍN HÚÐ VERÐUR EKKERT STINNARI....HRUKKURNAR ERU ALVEG JAFN MARGAR AÐ MORGNI OG MEIRA SEGJA HAFA BÆST VIÐ FLEIRI YFIR NÓTTINA....ÞANNIG AÐ MAÐUR ER STUNDUM EINS OG STRIKAMERKIÁ MORGNANA..OJ..OJ....
OG ÉG GET SAGT YKKUR AÐ ÞAÐ TEKUR TÖLUVERÐAN TÍMA AÐ SLÉTTAST ÚR ÞEIM OG EKKI ÞÝÐIR EINU SINNI AÐ NOTA GUFUSTRAUJÁRN Á KRUMPURNAR......OG ÉG MEINA ÞAÐ....!
HEFURÐU PRÓFAÐ AÐ HALLA ÞÉR FRAM.... HA? NEI ER ÞAÐ EKKI.. ENDA EINS GOTT.....
ÉG MYNDI BARA SLEPPA ÞVÍ,
ÞVÍ ÞEGAR ÞÚ ERT KOMINN Á VISSAN ALDUR EINS OG UNDIRRITUÐ. ÞÁ ER EINS OG ANDLITIÐ BREYTIST Í EITTHVAÐ ÓÚTSKÝRANLEGT......HÚÐIN FYRIR NEÐAN AUGUN KIPRAST ÖLL SAMAN OG MUNNURINN LAFIR EINS OG VINDBARINN SALTFISKUR OG HVER EINASTA HRUKKA VAKNAR TIL LÍFSINS OG SEGIR... BARASTA GÓÐAN DAGINN...
OG MANNI VERÐUR BARA Á AÐ SPYRJA SJÁLFAN SIG "HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA". !
OG HVERNIG HALDIÐ AÐ ÞAÐ SÉ FYRIR ELSKUNA AÐ HORFA FRAMAN Í ÞETTA.......OG ÞÁ Í ÁKVEÐINNI STELLINGU OG SJÁ ÞETTA FÉS BLASA VIÐ SÉR Í ALLRI SINNI DÝRÐ .
ÞAÐ ER EKKI AÐ FURÐA AÐ FÓLK LOKI OFT AUGUNUM ÞEGAR ÞAÐ ER AÐ KYSSAST OG FLEIRA.....
EN ÉG ÆTLA EKKERT AÐ FARA AÐ UPPLÝSA HVERNIG ÉG VEIT ÞETTA LEYNDAR MÁL MEÐ ANDLITSSIGIÐ...ÞAÐ VERÐUR HVER AÐ GERA UPP VIÐ SIG.
OG SVO TÓK ÉG EFTIR ÖÐRU......TAKK FYRIR..AÐ EF MAÐUR ER NÚ AÐ KÍKJA AÐEINS Á SIG BERAN FYRIR FRAMAN SPEGILINN OG KANNA ÁSTANDIÐ Á BODDÍINU ÞÁ BATNAR ÞAÐ NÚ EKKI..NEI..NEI. NEMA KANNSKI SVONA VIÐ FYRSTU SÝN. ( ÞÁ HEF ÉG LÍKLEGA GLEYMT AÐ SETJA UPP GLERAUGUN)
ÞÁ VIRÐIST EITT OG ANNAÐ VERA Í ÞOKKALEGU LAGI.
EN SVO VAR MÍN AÐ TEYGJA ÚR SÉR OG ÞÁ HERPTUST RASSKINNARNAR SAMAN OG ÞÁ...JESÚS MINN.... BLASIR BARA EKKI VIÐ MINNI KONU STRIKAMERKTUR RASS OG LEIT UM LEIÐ Út EINS OG NÁLAPÚÐI. ÓKEY..APPELSÍNUHÚÐ......
EF ÞIÐ VILJIÐ HAFA ÞAÐ ÞANNIG. EN ÉG HEF ALDREI ÁÐUR SÉÐ APPELSÍNU MEÐ SEBRARÖNDUM FYRR EN NÚNA. ÞÁ VITIÐ ÞIÐ ÞAÐ.........
EINS OG ÞJÓFUR AÐ NÓTTU MÆTA STRIKAMERKJARARNIR OG KROTA Á MANN MEÐAN MAÐUR SEFUR Í SAKLEYSI SÍNU OG GETUR ENGA BJÖRG SÉR VEITT....................
Á MAÐUR AÐ VERA AÐ VELTA SÉR MEIRA UPP ÚR ÞESSU? ÉG VEIT EKKI.....
JÚ..ÉG VEIT..
ÉG GET AUÐVITAÐ SLEPPT ÞVÍ AÐ SETJA UPP GLERAUGUN HA..HA...
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt 19.6.2011 kl. 05:09 | Facebook
Athugasemdir
Ábending !
Verslar þú bara ekki i rangri (tísku) verslun?? Einhverntíman man ég eftir þér verzla með byggingavörur - Þú manst þetta betur en ég en getur maður ekki fengið einhver fylliefni þar ??? Alls ekki að sleppa að setja gleraugun upp þegar þú ert að kíkja á boddíið gerðu bara eins og ég skiftu þeim út fyrir dökk (mjög dökk) sólgleraugu. kv Eddi
Eddi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:22
Omg á að drepa mann ?? hahaha,mér finnst þú bara eldast mjög vel Harpa mín Ég er svo alltaf á leiðinni í kaffi til þín með Helenu,og þetta með aðganginn á síðuna mína hahaha þú ferð bara inn á síðuna og biður um aðgang og við sem vinkonur leyfi ég þér aðgang audda hahaha Þú ert bara snilli skvís haltu áfram að vera svona skemtileg Lovjú
kveðja
Anný vin
Anný (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:29
Gaman..gaman ha..ha....gott að geta fengið ykkur til að hlæja og gera smá grín...... Eddi þú ert svooo...fyndinn ha..ha. Gaman að eiga góðan húmorista fyrir tengdapabba og Anný mín vertu velkomin í kaffisopa
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 22.10.2008 kl. 05:48
hihihihihi hvaðahvaða þú ert bara falleg kona og með fallega húð ég er svo sammála anny,p.s biddu ómar að kíkja á spegilinn ég er viss um að það sé einhvað að honum
fanney (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:13
Þið eruð alveg hreint dásamlegar stelpur en það er bara bráðnauðsynlegt að sjá spaugilegu hliðarnar og að ég tali nú ekki um að geta gert nett grín af sjálfum sér....ég er laaang flottust ha..ha ástarkveðjur......
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 22.10.2008 kl. 18:29
Ha ha ha ha ha ha ha : Þetta var nú barasta brill Gott að geta hlegið svona mikið....ég þurfti á því að halda svona í miðjum próflestri Það er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir sjálfum sér....og sjálfsagt erfitt að lifa í henni veröld ef maður tekur sjálfan sig of alvarlega Hef þetta sjálfsagt frá þér....því sannast sagna hef ég nú ekki beinlínis geta greint þennan hæfileika hjá honum föður mínum elskulegum
Takk fyrir þessa gena-gjöf elskulega móðir
Helena, 22.10.2008 kl. 19:39
Þú ert hér með klukkuð
Helena, 22.10.2008 kl. 20:30
Mamma mér dettur bara eitt í hug og það er GyllinæðaKrem Berðu það á andlitið á þér HAHAHAHA Hlýtur að virka
Bið að Heilsa koss og knús
Írena Lilja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.