Mín bæn er sú...

Kæri minn hvar sem þú ert og mér var kennt að trúa á ...hvar ertu núna þegar ég þarf virkilega á þér að halda...af hverju ertu ekki í kallfæri ...akkúrat núna?

Hvar ertu...Þegar þú ert kallaður inn....af heilli þjóð sem þú vonandi elskar af öllu þínu hjarta..af allri þinni sálu...af öllum þínum mætti......

Minn kæri..hvar ertu núna...? Ég á erfitt með að sofa heilan svefn eins og svo margir aðrir..

ég veit að ég er ekki ein..en hvar ertu??

Hjálpaðu mér eins og svo mörgum öðrum að eignast hugarró......Þó ekki væri nema smá stund......ég sofna og vakna en of stutt..ég hvílist...en ekki nema í smá stund.......mér finnst ég stundum svo úthvíld er ég vakna af stuttum svefni..en þa

Ég held að ég sé að leggjast í hýði og vilji bara sofa og vakna þegar þetta er allt yfirstaðið,líklega er þetta svona þessa stundina hjá mörgum.....

Hvar eru mamma og pabbi sem smurðu sárin er þau voru sem verst....margir eiga þau að....enn í dag sem betur fer...Ég vil verða aftur barnið sem þurfti ekki að hafa áhyggjur .....sem lék sér fram á nótt í sakleysi  og kom inn þreytt eftir leiki dagsins í franskbrauð og kakó og mjúkan koss frá elsku mömmu  minniHeart...ég vil verða aftur barnið....áhyggjulausa......og láta pabba og mömmu um allt.....

En það er  ekki þannig lengur ..nú er það bara kaldur veruleikinn sem blasir við og hvergi hægt að fela sig fyrir honum...Og ofan á allt eru tveir aðilar í fjölskyldu minni fárveikir. Fyrstan að telja er hann faðir minn sem er með krabbamein og er í geislameðferð þessa dagana en lætur bara þokkalega vel að sér.....allavega var það þannig er ég talaði við hann í gærkvöldi.....en hann býr í Vogum á Vatnsleysuströnd ásamt sinni seinni konu..... alveg hreint yndælis manneskja í alla staði.

í annan stað er næst yngsta systir mín með sama sjúkdóm  og móðir mín blessuð var með...nú þarf hún virkilega á nýrnagjafa að halda og helst sem allra fyrst....brátt fer að styttast í að hún þarf að fara í blóðskilun á Landspítalann því nýrun hennar starfa orðið svo illa. Ef við miðum við 100% þá er starfsemin komin niður í c.a 15%..... og þá telst hún vera komin í það að kalla til nýrnagjafa....þvílíkt rugl..af hverju að bíða svona lengi og sjá manneskjuna verða veikari og veikari..

hefði haldið að því styrkari sem manneskjan er því fljótari yrði hún að ná sér eftir slíkan fluttning. Þetta eru svo kölluð blöðrunýru...sem þýðir ....í stuttu máli.....að nýrun eru þakin blöðrum sem hefta starfsemi þeirra og leggjast einnig á lifur og aðra staði í líkamanum.Og því miður er þessi sjúkdómur arfgengur og er hún systir mín  næst yngsta ásamt þeirri allra yngstu systur okkar og  bróðir eru  með þennan sjúkdóm..

Og ekki þarf að spyrja að því að það hafa uppgötvast fleiri tifelli þessa sjúkdóms innan þeirra fjölskyldu....því miður er það þannig að þeir aðilar fjölskyldunnar sem eru með þennan sjúkdóm bera hann til barna sinna og því miður er staðreyndin þannig í dag. Og minni líkur á að við sem ekki erum með þennan sjúkdóm berum hann til barna okkar..En vissulega getur orðið stökkbreyting.Og ekki er æskilegt að manneskja sem er með þennan sjúkdóm standi í barneignum því barneignir gera sjúkdóminn ennþá erfiðari fyrir vikið og flýta fyrir ferlinu en þetta vissum við ekki.....fyrr en eftir að móðir okkar lést og var haldinn fjölskyldufundur heima hjá stjúpa eftir hennar andlát með hennar nýrnasérfræðingi .

Og ég get rétt ýmindað mér að elsku systir mín sem var og hugsaði um móður okkar meira og minna sé ekkert allt of bjartsýn á framtíðina en því fleiri sem gerast nýrnagjafar því betra. Ég er í B rh d+ blóðflokki  og get því miður ekki gefið henni annað nýrað mitt því hún er í þessum algenga blóðflokki O og sú eina sem hefur boðið henni nýrnagjöf er ein af þríbura systrum okkar

Ein þeirra er með sykursýki svo ekki er hægt að fá frá henni....Sú allra yngsta fædd með Surtsey er með sjúkdóminn og

Þetta er fyrsta hjálp...að leita innan fjölskyldunnar og svo líffæragjafabankar annað úrræði  en þá þarf að vera að allt passi við viðkomandi..blóðflokkur og svo önnur smáatriði. En auðvitað getur þetta líka gerst innan fjölskyldunnar að ýmsir þættir nýrnagjafans passi ekki við hana þó svo viðkomandi nýrnagjafi sé í sama blóðflokki það reyndi virkilega á þennan þátt varðandi mömmu á sínum tíma að ein af systrum  okkar var að mati sérfræðinga hennar......ekta kandidat til líffæraflutnings....en þegar til kom erlendis ...... að sérfræðilegum athugunum hefði mamma hafnað nýra hennar  svo hún varð að bíða eftir kalli erlendis frá sem og gekk eftir á þeim tíma...hún lést eftir að uppgötvaðist að gamla nýrað sem var skilið eftir í líkama hennar eftir aðgerðina ...sýktist og dró hana til dauða...og ég verð svo hræðilega reið akkúrat núna er ég skrifa þessi orð...

það verður alltaf eftir stóra spurningin...væri hún á lífi í dag ef gamla nýrað hefði verið fjarlægt....þetta kom fram eftir krufningu.. Ég get sagt ykkur eitt kæru lesendur minnar síðu að það tekur alveg rosalega mikið á manneskjuna að fara í blóðskilun....i einfaldri útskýringu er það þannig....að blóðinu þínu er dælt út úr líkamanum og hreinsað og dælt inn aftur......og þetta tekur tíma skal ég segja ykkur.

Mamma mín elskaða þurfti að fara orðið 3 sinnum í viku héðan frá Eyjum í blóðskilun þar til hún fékk nýrnagjafa erlendis frá. Og þökk sé þeim sem skildu aðstæður og gerðu allar hennar götur greiðar á þessu tímabili. Og þessir heiðursmenn eru hann Bragi Ólafson á umdæmisstjóri flugfélagsins hér í Eyjum og einnig Valur Andersen sem sá um sjúkraflug á þeim tíma enn og aftur innilegar þakkir til ykkar.

Að verða nýrnagjafi krefst  heilmikils af viðkomandi og aðgerðin er meiri en til viðkomandi nýrnaþega..en ég ætla samt að biðla til ykkar þarna úti að hugsa um þetta og ef þið teljið ykkur líklega nýrnagjafa þá endilega hafið samband við Landspítalann  og eða mig og ég kem áfram upplýsingum............svo þið getið fengið þær upplýsingar sem þið þurfið áður en ákvörðun er tekin.

Enda þarf ýmsar rannsóknir til að kanna hvort þú sér líklegur nýrnagjafi svo líkami hennar hafni ekki því nýra sem henni er gefið. Ég vona innilega að það séu einhverjar góðar manneskjur  sem eru tilbúnar að gera það sem  þarf að gera og helst ekki seinna en strax..því fyrr sem brugðist er við þeim mun betra fyrir hana elsku systur mína því ég vil endilega gera hennar líf sem best ef hægt er en þá þurfum við á ykkur að halda og endilega komið þessari fyrirbæn minni áfram til ykkar lesenda og svo koll af kolli.

Ég veit og þekki ekkert annað en gott af mínum löndum og vil láta reyna á þessa bæn mína til ykkar.....

Að endingu vil ég bara segja...Farið vel með ykkur hvar svo sem á landinu þið búið..."Öll él styttir upp um síðir"..Kolla í Kollukoti

Að vera ..eða ekki vera.....

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband