Frábær dagur..frábært kvöld...

Við vorum búin að ákveða grillkvöld......minn angi úr fjölskyldunni...og þetta var hreint frábært LoLGrin í alla staði. Hulda mín og hennar elskulega yngsta.. Mínir allir......eins og þeir lögðu sig. Góður matur og vín....og í smá stund gleymdum við öllu sem á undan er gengið..þó vissulega í upphafi höfðu skapast fjörlegar umræður um lífið og tilveruna í dag.

Það var svo gaman og allir tilbúnir að eiga góða stund..enda var það þannig. Krakkarnir mínir höfðu mjög gaman af að gera grín í þeirri gömlu(mér) og hló ég ekki síður og var komin með magakrampa eftir hláturinn. Enda hafði ég ekki minnstu hugmynd um hversu áhugaverður og eftirminnanlegur karakter ég er víst í þeirra augum.. enda er tengdadóttir mín búin að panta að leika mig í bíómynd.. og það er bara frábært.ha..ha ha....Grin ég skemmti mér allavega konunglega og þau ekki síður...mikið hlegið og sungið.

Ég þarf höfund af ljóði sem var víst ort til einstaklega góðrar persónu sem við  í minni fjölskyldu þekkjum vel og hann er á þessa leið:

 

Mannstu fyrsta kvöldið.

þegar kynntist ég þér fyrst

kalt var bæði í hjarta mínu og sál

Við höfðum eitt sinn áður

einhversstaðar hittst

í æsku.....þegar brautin var svo hál.

Minninguna mun ég geyma..meðan andann dreg

 mannstu þegar koss á vörum brann

Þú ein ert yndisleg..þig eina þrái ég

í þínum örmum hamingjuna fann...

Þarna var einhver rosalega ástfanginn að yrkja til sinnar blómarósarHeartInLove yndislegt ljóð í alla staði og við erum gjörsamlega að deyja úr forvitni..hver??...Og höfum gert í mörg ár..Smile

Takk fyrir yndislegt og skemmtileg kvöld elskurnar mínar..samveruna..grínið og gamanið ég  sé að ég á ómetanlega gullkistu af góðu fólki ...HeartHeartenn og aftur..ástarþakkirKissing

N.b. Móðir mín var gleðigjafi  og spilaði á gítar og söng og þannig fékk  ég þetta gen hennar til mín og hef getað komið því áfram.....Tounge

 

Í hennar minningu..Heart

Mamma

 

HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Já það var sannarlega gaman þarna á laugardagskvöldið og frábært að geta átt svona yndislegar stundir með fjölskyldunni við gleði og leik.

Við ættum að gera þetta svo miklu oftar, njóta þess að vera í nærveru hvers annars....enda erum við dásamleg....ha ha ha ha ha

Kærar þakkir fyrir mig og mína.....

Lovjú mommí dírest.... 

Helena, 7.11.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Helena

Heyrðu góða....bara svona áður en ég fer að sofa má ég til með að minna þig á að ég klukkaði þig 22.okt s.l.  !!!

Hvar eru niðurstöðurnar ?????

Helena, 10.11.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband