6.11.2008 | 08:17
Það styttist í jólin.........
Jólabarnið í mér er að vakna til lífsins. Mikið er það notaleg tilhugsun að eiga þau ekki langt undan.
Svo maður verður að biðja betri helminginn að skrönglast upp á háaloft og finna gersemarnar sem tilheyra jólunum...yndislegt Börnin mín elska þessa tíma og hlakka alltaf jafn mikið til.
Birtan af þessum fallegu ljósum sem lýsa skammdegið eru hreint ómetanleg...það verður allt svo ævintýralegt og fallegt og manni líður einhvernveginn öðruvísi ..svona..notalega ef ég get einhvernveginn útskýrt það. Yngsta mín er þegar búin að tilkynna komu sína um jólin og vill dvelja hjá okkur gamla settinu enda segist hún elska jólamatinn hennar mömmu sinnar Svo við verðum ekki alveg alein um jólin enda hefur svo ekki verið undanfarin jól. Þetta er yndislegur tími með fjölskyldunni.
Ætli maður smelli sér bara ekki í þetta um helgina...hengja upp jólagardínur og fleira skemmtilegt.
Jólin..jólin ..jólin koma senn
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég ELSSSSSSSSSSSSSSSSSSKA jólin, jólaundirbúningin, jólaljósin, jólalögin, jólamatinn, jólamyndirnar og jólaskrautið
Eins og ég hef sagt áður....þá hlýtur það að vera þér að þakka hve við systkinin erum mikil jólabörn í okkur enda jólin í minningunni hlaðin ævintýraljóma og helgileik
Takk fyrir það mamma mín
Helena, 7.11.2008 kl. 13:34
Hvers eigum við að gjalda sem erum takmörkuð jólabörn? Marglit skran út um allt - hengja upp ljósaseríur sem alltaf eru
í flækju - oftast lifir ekki á þeim er þær eru komnar upp, ónýt pera einhverastaðar (50 + stk) þarf að prufa allar ef maður er heppinn bara eina umferð. Sem betur fer er getur maður oftast hummað fram af sér að mála, helst alla íbúðina - konan byrjar að tala um jólagjafir í febrúar - skrifa kort oj. Þá eru sólstöðurnar mín hátið.
ps. jólamaturinn bjargar því sem bjargað verður. kv. Eddi
Eðvald Friðriksson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:25
Eddi minn....hleyptu út barninu í þér..það er mín ráðlegging og ekki gera þetta allt á Þorláksmessu ha..ha Og það er löööönnngu búið að vera að mála korter fyrir jól og gera allt hreint. Til hvers?....í kolsvarta myrkri. Þetta á að vera afslappað svo húsbændurnir sofni nú ekki ofaní jólasteikina. Og ég sé ekki tilgang í að baka 10 sortir af smákökum sem varla er snerta á fyrr en rétt á meðan verið er að baka þær og svo einhverntíma eftir jól en kannski er það sniðugt í dag á þessum tímum.
Mín ráðlegging er sú, farðu að kíkja á seríurnar núna og sparaðu þér þá angist sem greinilega bíður þín um hver jól ha..ha..ekki mála ..gerðu það í vor ef þess þarf og þetta með jólagjafirnar....þetta hef ég alltaf ætlað að gera en einhvernveginn gleymist það svo maður lendir í þeim rússibana að velja þær frekar seint. Ég fer ekki ofan af því að þetta er yndislegur tími...segi það ..skrifa það og stend við það og hana nú.
Ástarkveðjur úr Kollukoti
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 10.11.2008 kl. 06:08
Svo mörg voru þau orð. En mikið er alltaf gaman að taka "bansett draslið" niður á þrettándanum. kv Eddi
Eðvald Fr (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:24
Eddi minn...sko maður tekur barasta ekkert niður draslið.....nú verða bara jól þar til kreppan leysist ha..ha Bestu kveðjur
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:58
Sæl Harpa, mikið er gaman að lesa þessar athugasemdir hjá þessum vanþroska Eðvald Friðriksson, en misjafn er nú smekkur fólks, en ég hef þá skoðun Harpa að það er bara Íslensk leti hjá þeim sem láta svona, enda hefur þetta fólk flúið til Hunda eyja yfir jólin. Kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 01:22
Ha..ha..ha ekki vil ég nú taka svo djúpt í árinni að telja hann Edda minn vanþroskan, þessa elsku ha..ha...afsakið en ég get ekki annað en hlegið að þessu. Kannski er þetta bara rétt hjá þér Helgi þá á ég við seinni partinn ha..ha ha..ha..ha.. fyrirgefðu Eddi minn
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 13.11.2008 kl. 06:15
Ha ha ha ha ha
Er nú ekki sammála því að hann tengdapabbi þinn sé vanþroska
Jólagleðis-takmörkun er miklu skyldari fötlun en vanþroska ...ha ha ha ha
Aumingja Eddi getur bara ekki að því gert hvernig hann er. Ég mælist til þess að þið Ómar bjóðið einhverntímann tengaforeldrum þínum að eyða með ykkur desember-mánuði og hafið þau hjá ykkur yfir hátíðarnar. Þá smitast hann örugglega af þessari jólagleðis-sýki sem við fjölskyldan erum haldin
Það þarf örugglega ekki nema eitt skipti...ef ég þekki þig rétt... og björninn (Eddi) er unninn
Áður en Eddi veit af verður hann farinn að skreyta allra manna fyrstur á norðurlandi (í okt) bæði að utan og innan. Og svo mörg verða ljósin og litadýrðin mikil að þau sjást alla leið hingað til Eyja :) Þannig verða ljósin í norðri brátt hluti af jólatillhlökkun okkar Eyjamanna
Hlakka til ......
með jólakveðju...
Helena
Helena, 13.11.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.