16.11.2008 | 05:19
Umvafin englum......
Það er ekki oft sem eitthvað lag eða söngvari heillar mann gjörsamlega upp úr skónum, svo þú færð tár í augun eða jafnvel gæsahúð við að hlusta á.
Lagið, Umvafin englum sem Guðrún Gunnarsdóttir syngur er hrein perla og söngurinn hennar Guðrúnar er svo fagur að unun er á að hlusta. Hún hefur svo tæra og tilfinningríka rödd sem hæfir þessu lagi svo vel að maður hreinlega fær tár í augun og ljóðið er alveg hreint yndislegt..innihaldsríkt og passar kannsi sérstaklega við í dag.....
Ég vil endilega koma því áfram til ykkar að hlusta á þetta fallega lag hennar í góðu næði og dvelja smástund með henni og leyfa tónunum og ljóðinu að fylla eyru ykkar og taka á móti þeim boðskap sem fellst í þessum söng.
Settu endilega á þig headfón og komdu þér vel fyrir..lokaðu augunum og hlustaðu og þá skilurðu hvað ég er að tala um.
þvílíkur snillingur sem hún er sem söngkona,hún er með söngrödd sem er hrein og tær eins og fegursti demantur.
Það var verið að gefa þetta lag út á nýjum diski en ég hef reyndar ekki heyrt fleirri lög af honum og eitthvað segir mér að það sé þess virði að eignast hann og hlusta á hann, með þessa söngkonu um borð.......
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér þarna með þetta lag
Heyrðu það fyrst í gærdag og kolféll fyrir því. Ég hef lengi haft þá skoðun að hún Guðrún Gunnarsd. sé ein sú albesta söngkona sem við Íslendingar höfum átt og stend enn við þau orð mín. Þetta nýjast útspil hennar sannar það svo um munar. Röddin hennar er, eins og þú bendir svo réttilega á, svo sönn og tær að hreinn unaður er að hlýða á.
Helena, 18.11.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.