20.11.2008 | 07:25
Snillingurinn ég......
Ég hlýt að vera með vængi....því ekkert brotnaði þegar ég húrraði niður stiga sem ég og önnur kona vorum að þrífa í vinnunni á miðvikudaginn. En ég meiddi mig nú samt og tognaði í vinstri öxlinni og fékk risastóra kúlu og ljótt mar á lærið. Enda var það vinstri hliðin sem sem fékk höggið niður stigann
Nóttina á eftir var ég með óþægilega verki. Svo úr varð að hitta lækni sem lét röntgenmynda mig en sem betur fer eins og ég sagði..óbrotin En það verða ekki nein not af mér í vinnu næstu dagana svo mín er bara heima með höndina í falla. En þar sem ég er óþægur sjúklingur að upplagi verð ég að gera eitthvað með þeirri hendinni sem er í lagi enda þrjósk fram úr hófi. Enda ætla ég mér ekki að vera svona hálf eitthvað....ef ég fæ einhverju ráðið
Kannski er ég umvafin englum
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Önnur byltan í haust - englavængir ??? sennilega bara brauðfætur !!! eða bíddu nú við - kallast þetta ekki "hörð lending" eins og í efnahagslífinu ?
Batakveðjur Eddi
Eddi (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:23
Sæl Harpa, ekki gott mál að meiða sig, ég gæti trúað því að verndar engillin þinn sé hún móðir þín heitin, hafðu góðar bata kveðjur frá mér um borð í Stíganda VE.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 00:36
Ekki spurning! Þú átt þinn verndarengill, líkt og allir aðrir
.
Sigríður Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.