24.11.2008 | 11:26
Notaleg helgi
Húsbandið mitt fór með hrakfallabálkinn..mig.. upp á ísland um helgina. Við dvöldumst í Hveragerði í litlum dúllulegum sumarbústað. Þetta var bara ósköp notalegt allt saman.
Auðvitað var kíkt aðeins í borgina en ég verð að segja að oft hefur maður séð fleirri á ferðinni í þessum stórmagasínum. Maður gat bara dúllað sér í rólegheitum án þess að rekast utan í allt og alla.
Ég þarf víst að fara í sjúkraþjálfun á þriðjudaginn og láta pína mig aðeins. Annars er ég miklu betri í handleggnum svo þetta tekur vonandi styttri tíma að verða eins og splunkuný
Svo fer að styttast í að krakkarnir komi og eyði jólunum og áramótunum hjá okkur hér í Eyjum og ég fæ að knúsa litlu elskuna mína hana Sunnu Emilí....
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.