Að teygja og toga

Jú..jú ég fór aftur í sjúkranudd í gærmorgun. Þar var ég mökuð í geli frá hálsi niðrá öxl og sett í svokallaðar hljóðbylgjur sem gáfu svo frá sér hita á aumu svæðin. Svo var ég skotin nokkrum sinnum með leiser til að minnka bólgurnar. Hreifigetan í handleggnum er svona og svona...la..la ekki alveg nógu góð en þetta kemur. Þá var sett undir herðar og háls yndislega notalegur hitapúði...en svo kom að toginu. Utan um hálsinn var sett einhverskonar beisli með böndum sitt hvoru megin fyrir sjúkraþjálfarann og svo var tekið á því og togað vel nokkrum sinnum...ég er viss um að ég hef lengst um allavega 2-3 cm..en þetta var bara allt í lagi.

En einhvernvegin meðan á þessu stóð sá ég fyrir mér fæðingu úr dýraríkinu þar sem bundið er utan um fætur t.d á folaldi til að hjálpa því í heiminn. Þannig leið mér á þessu augnabliki meðan verið var að toga í hálsinn ha..ha Grin Það sem manni dettur í hug það er ekki einleikið......

Bæ..bæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband