29.11.2008 | 07:01
Allt fyrir ástina.....
Það var bara gaman í gærkvöldi mín fór full af samviskubiti á árhátíð hjá mínu fyrirtæki. En það var reyndar búið að fullvissa mig um að mæta þrátt fyrir mína hreifihömlun eftir fallið fræga
en maður veit svo sem að til eru tungur tvær ef út í það er farið. Jaháá...hún getur ekki mætt í vinnu en getur verið að skemmmta sér...hmmmm
eða er þetta mitt samviskubit að tala? Líklega.......
Æ..maður er svo hrikalega klikkaður stundum að það er engu lagi líkt......
Við Inga fórum í gær að gera nokkuð sem við höfum aldrei á æfinni upplifað áður...að standa í röð og bíða eftir að idolið okkar beggja áritaði disk og plakat fyrir okkur.
Guð hvað þessi drengur er bara æðislegur... þvílík útgeislun..þvílíkt bros og hlýja sem skín frá þessum annars frábæra listamanni..gorgios..lovely..one of a kind.... bara út í eitt Að sjá þennan frábæra listamann augliti til auglitis var hrein upplifun og tala við hann..annað eins. Eg er roslega hrifin af honum og fleirri í minni fjölskyldu. Ómar minn dýrkar hann sem performanns á sviði og margir aðrir ónefndir innan fjölskyldunnar enda virðist það vera svo erfitt að viðurkenna að frægasti hommi landsins sé sá besti performans sem nokkru sinni hefur stigið á svið hér á okkar kalda landi Islandi hann er bara gorgios
en eins og ég sagði hér að framan var kvöldið bara æðislegt..góður matur en skemmiatriðin fóru stundum framhjá manni vegna skvaldurs enda allt sýnt á tjaldi og voru menn og konur ekki endilega tilbúin að staldra við og horfa..freka spjalla saman..en þetta síaðist inn
..Páll Óskar er bara brilljant listamaður..söngvari....en fyrst og fremst manneskja hann er bara æðislegur strákur hvar sem á hann er litið og ekki síst fallegur drengur og ekki skemmdi fyri r að hann þessi elska var með ball hjá okkar fyrirtæki um kvöldið..alveg hreint brillll......Gott kvöld.....góður matur og Páll Óskar...bara flott...Takk fyrir mig
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 07:07 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Harpa, og takk fyrir innlitið hjá mér í morgun. En Harpa þú þarft ekki að hafa samviskubit yfir því að vera að skemmta þér, því að við getum verið hæf til að gera okkur glaðan dag en ekki hæf til vinnu og ég tala nú ekki um erfiðisvinnu, svo er ég sammála þér með Pál Óskar, hann var alveg brilljant á síðustu þjóðhátíð, jæja ég er að fara á sjó eða réttarasagt með Herjólfi og svo keyrum við beint á Grundarfjörð og förum út í kvöld. Kær kveðja í bili.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.11.2008 kl. 15:23
Ég er langt frá því að vera sammála þér með Pál Óskar, hann er ágætis tónlystarmaður og búið.
Ég ætla ekki að segja mitt álit á honum hér þar sem að þetta er ekki læst síða, ég gæti móðgað einhvern:)
Það er ekkert að því að fara að skemmta sér, en það eru alltaf einhverjir sem láta það fara í taugarnar á sér að fólk sem ekki getur mætt til vinnu geti mætt á svona djamm.
David (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:03
Jamm.. ég veit en það var búið að hvetja mig til að koma og meira að segja einn af yfirmönnum okkar. Svo ég var bara sátt og það var alveg hrikalega gaman
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 29.11.2008 kl. 17:08
Já sitt sýnist hverjum um hann Palla...en ég tilheyri allavega þeim hópi sem fílar hann í tætlur sem ,,performans"
Hann er alveg ótrúlega fær í að fá fólk í stuð og lögin hans þykja mér geggjuð 
Ég er hinsvegar algerlega óhæf um að leggja mat á hann sem manneskju, hvort heldur til ills eða góðs......þar sem ég þekki manninn bara akkurat ekki neitt
Geri bara ráð fyrir að hann hafi ótal kosti og galla eins og við öll...enda væri víst erfitt að vera manneskja án þess....
Bið að heilsa af Bráðageðdeild LSH......knús og kossar...
Helena, 30.11.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.