6.12.2008 | 10:19
Gaman....
Hvað er skemmtilegra en að hitta gamla vini sem maður hefur hvorki heyrt né séð í tugi ára eins og ég lenti í, í fyrradag. Eins og svo margir er ég með facebok síðu og þar birtist hún gamla vinkona mín,eins og hendi væri veifað.
En varfærnislega var spurt: Getur verið að við séum gamlir vinir? Og ég svaraði: Ef þú bjóst á Urðarveginum og ég á Hvoli við Urðarveg þá erum við gamlar vinkonur(eftir að hafa skoðað myndina af henni og nafnið þekkti ég auðvitað)
Og ekki stóð á svari og þetta reyndist rétt svo við erum búnar að spjalla saman á facebok síðunni. Hún býr á Ólafsfirði og heitir Arndís Friðriksdóttir við brölluðum ýmislegt saman þegar við vorum pæjur ha..ha jamm og já..... hún bjó í húsi ská á móti Hvoli í gamla daga en svo var það líka þannig að krakkarnir í götunni héldu mikið hópinn og við lékum okkur mikið saman öll, langt fram á kvöld. Þá kunnu krakkar að leika sér enda ekkert sjónvarp hvað þá tölvur að trufla sakleysið í þá daga. Oftast vorum við vinir en stundum vorum við óvinir....og þá var stríð á Urðarveginum og þá var stundum alveg eins gott að vera innan virkis og vera ekkert að reka nefið út af óþörfu...en svo lagaðist það og þá var óhætt að kíkja út ha..ha
Sérvíettur voru vinsælar og var safnað í kassa og passað vel upp á þær og stundum voru bítti..ég man eftir einni sem ég átti og hélt mikið uppá en það var servíetta með Þyrnirós svo rosalega falleg og það var oft boðið í hana en ég tímdi ekki að láta hana. Safninu var svo stolið frá mér af óprútnum systrum sem hétu Fjóla og Freyja og voru aðfluttar. Þessar stelpur komu inn í hópinn en reyndust oft á tíðum skekja samheldni hópsins sem var fyrir, með lygum og leiðindum sem var kallað í þá daga að Spilla og þá voru háð mörg stríð á Urðarveginum þegar þær splundruðu hópnum með hvískri og pískri og fengu suma með sér.Það tók nú út yfir allan þjófabálk þega þær fengu allan hópinn upp á móti mér og eltu mig í skólann og kölluðu mig öllum illum nöfnum og komu með þá yfirlýsingu þarna á skólalóðinni að ég hafi reynt að drepa Hödda á Hvoli með vasahníf. Hvaðan sú saga kom hef ég ekki hugmynd um en hann var nú þekktur fyrir það að ljúga og þá stamaði hann sem mest enda gekk mikið á að sannfæra aðra um að hlutirnir væru svona
Þetta gekk svona í smá tíma að ég var gjörsamlega svift leikfélögum mínum og þar réðu þær systurnar ríkjum en ég held að smám saman hafi runnið upp fyrir hópnum að þær voru nú ekkert spennandi eftir allt saman. Og það verður að segjast eins og er að þegar þær fóru héðan aftur þá breyttist allt til betri vegar. Svona getur lygin verið máttug enda voru þær snillingar í því fagi...svo þetta hefði líklega í dag verið kallað einelti Einhverntíma svo mörgum árum seinna lendi ég í samkvæmi og kemur þarna inn kona ásamt manni og kynnir hana fyrir mér..er þetta þá ekki ein þessara systra og það magnaðist svo upp í mér sárindin sem hún olli mér þegar ég var krakki að ég vildi út og gerði það og hef aldrei síðan rekist á þessar konur. Hún varð nú ansi skrýtin á svipinn þégar hún áttaði sig á því hver ég var og lét sig hverfa fljótt í hópinn..hún hefur líklega vitað upp á sig skömmina blessuð konan
Æ ég nenni ekki að velta mér upp úr svona....enda löngu liðið.
Snúum okkur að einhverju skemmtilegra. Helena mín er komin heim, kom í gærkvöldi með eðalfleyi okkar eyjamanna og er búin með verklega þáttinn í sjúkraliðanum. Einhver verkefni eru framundan en svo útskrifast hún þann 20 des n.k. Mikið er ég stolt af stelpunni minni enda er henni búið að ganga alveg hreint frábærlega bæði í bóklegu og verklegu og mikið held ég að maður verði nú montinn á útskriftardaginn...best að taka með sér vasaklút...ég er svo hrikalega viðkvæm
Svo eru Ómar minn og hann besti tengdasonur(ennþá, hann er búinn að fá keppinaut ha..ha) hann Geir, búnir að flísaleggja baðherbergisgólfið á Smáragötunni og tókst bara vel til. En það er eftir að fúga og klæða sturtuna og baðið að utan. En þetta verður örugglega æðislega fínt þegar þetta er búið.
Eigið góðan dag
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir kærlega og gaman að lesa bloggin þín. Jamm ...þetta yrði kallað þessu nafni í dag..takk fyrir stuðninginn. Skrýtið hvað þetta getur hangið lengi inní manni eftir öll þessi ár
Eigðu sömuleiðis góðan og gleðiríkan dag.. kveðja úr Kollukoti
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.12.2008 kl. 19:41
Sæl!
Mig langar bara til að kvitta fyrir innlitið. Ég sá komment frá þér inni hjá henni Búkollu og langaði að kíkja nánar á bloggið þitt. Margar voðalega skemmtilegar færslur og ljóðin þín mjög falleg.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:46
Sæl Harpa, ég er nú hjartanlega sammála Rögnu hér að ofan í sambandi við einelti, og svo hjartanlega til hamingju með hana Helenu þína, það er enginn skömm að því að taka með sér vasaklút á útskriftinna, bara sætt, kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.