7.12.2008 | 04:52
Er þetta ekki tú möds....
Allamalla mama mía...er þetta ekki orðið fullmikið af því "góða".
Þessi skrif varðandi nýja ferju og hvaladráp.....til okkar Eyjamanna sem byrjaði hjá konu nokkurri Sigrúnu á bloggsíðu hennar......er gjörsamlega komin út fyrir allt velsæmi. Ég skil það vel að einhverjir hafi ekki getað setið á hatti sínum en í guðs bænum ekki þetta..við erum betra fólk en svo að svara svona vitleysu Svo ég segi "Hingað og ekki lengra".
Við vitum hvað við erum ..við vitum hvað við eigum og hversu megnug við erum...er við stöndum saman. Á það hef ég áður minnst einhversstaðar í mínum frásögnum(ljóði) og þá er ég að vitna í Heimaeyjagosið margfræga ég var aðeins 19 ára gömul með 6 mánaða gamalt barn og þurfti að flýja héðan með barnið mitt gosnóttina eins og allir aðrir...... ekki gleyma því...... þar er styrkurinn..þar er orkan...þar er tilfinningin að komast af... og við gerðum það.
Í margra augum erum við skrýtið þjóðarbrot...en yndisleg heim að sækja...vinaleg og tilbúin að gera hvað sem er fyrir náungann og sýna allar þær guða veigar sem náttúran hefur gefið okkur í aldanna rás. Hvílík fegurð...hvílík Eyja..ómetanlegt Og ég elska þessa litlu ættjörð mína Heimaey. Hér fæddist ég og ólst upp og ég held að ég hafi ekki beðið neinn skaða af því. Hér er gott að ala upp börn og hér getur maður yfirleitt treyst náunganum en auðvitað eru þar misbrestir eins og annars staðar.....
Það er eitthvað við veðráttuna sem gerir okkur Eyjamenn af því sem við erum...er það sjórinn,saltið..afl hans...vindurinn..afla hans..það er allavega einhvern vegin öðruvísi fólk sem býr hér í óblíðunni frá Stórhöfða..enda allra veðra von hér langt frá meginlandinu..allt galopið fyrir sjó og vindi. En við erum þessu vön og kippum okkur ekkert upp við stormviðvörun nema þá helst að það er ekkert flogið og Herjólfur okkar lífæð.... fer ekki sína rútínu svo við komumst ekki allra okkar ferða..en hugsið ykkur hvað þetta fólk hugsar vel um hag okkar og er ekki að stefna okkur út á opið Atlantshafið að óþörfu.......Og strákarnir okkar á Eyjabátunum liggja í landi en ekki of lengi...Öryggið í fyrirrúmi..takk fyrir það..
Ég hef aldrei..aldrei...fundið fyrir einhverri innilokunarkennd hérna í Eyjum eins og ég hef heyrt marga tala um..að komast ekki þegar þú vilt fara....líklega er ástæðan sú hversu vel mér líður hér...þetta er yndislegt lítið samfélag sem er stöðugt í vexti og á þessum krepputímum komum við líklega til með að finna minna fyrir þeim krísum...jú nema kannski á lánunum okkar þar eru við jafnfætis öðrum landsmönnum. Meðan næg er atvinna...þá er þetta minna mál fyrir okkur Eyjamenn.
Ég vildi helst af öllu að við yrðum sjálfstæð lítil þjóð..sjálfum okkur nóg. Hér er gott atvinnulíf við fiskvinnslu sem er undirstaðan. Við gerðum bara allt sjálf..ég er næstum viss um að þetta er hægt... lítið ríki í ríkinu..sem stendur undir sér sjálft..kannski bara draumur..en fallegur samt Ég er ekki vatnsberi fyrir ekki neitt ha..ha....stórfurðulegar skepnur ekki satt.....
Það kostar ekkert að láta sig dreyma um betra líf og góða afkomu, þess óska allir og á þessum tíma ljóss og friðar er ósk mín að ykkur líði sem best og njótið jólanna með ykkar nánustu og horfið yfir matarborðið á aðfangadagskvöld og hugsið hvað þið eruð heppin að eiga þessa fjölskyldu sem situr til borðs með ykkur..það er ómetanlegt..
Þar eru börnin þín og jafnvel barnabörn og barnabarnabörn og sjáðu eftirvæntinguna í augum þeirra það er ekkert dýrmætara en þessar samverustundir..svo njótið vel..það ætla ég allavega að gera..
Bestu kveðjur úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Ég glaðvaknaði um miðja nótt og varð að skrifa þetta niður hér að ofan...ég er enn að reyna að finna geyspið sem gefur til kynna að nú væri fínt að prófa aftur að leggjast á yndislega mjúka koddann við hliðina á mínum heittelskaða...en það er eitthvað langt í það enn þá svo ég er bara að skoða það sem ég hef skrifað undanfarið og enn meira gaman er að lesa kommentin sem ég hef fengið og takk fyrir þau öll sömul.. það er allavega þess virði að kíkja á mig ha..ha
Enn og aftur takk fyrir mig
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 7.12.2008 kl. 05:40
Ósköp er það gott þegar fólk er ánægt með krikan sinn, en getur það stafað af því að hafa aldrei kynnst öðru t.d. Norðurlandi - Ekki ætla ég að nota gamla máltækið "Svo má illu venjast að gott þiki" Hafðu það bara gott á "skérinu" þínu Kveðjur Eddi
eddi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:49
Kæri tengdafaðir....eins og þú veist þykir hverjum og einum sinn fífill fagur og það á svo sannarlega við hérna....enda byggir þú ekki þarna fyrir norðan nema vegna þess að þér þykir vænt um þann stað ekki satt?
Meira að segja er Ómar aldrei eins feginn að komast heim til Eyja eftir að hafa skroppið í erilinn í borginni. Hér er afslappað andrúmsloft..ró og friður . Meira að segja úthald hans í búðarráp er farið að dala, all ískyggilega ha..ha ég held að hann sé orðinn Eyjamaður.....
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:39
Mikið innilega er ég sammála ykkur Búkollu. Ég kom hérna í fyrsta skipti fyrir rúmum fimm árum og gjörsamlega kolféll fyrir Eyjunum. Í janúar verð ég svo búin að búa hérna í fimm ár og ég tek bara undir með ykkur, heilshugar, hér er yndislegt að vera! Mér finnst voða gott að fara upp á land og hitta fólkið okkar og svona, en alltaf er sú stund best þegar við keyrum upp úr Herjólfi.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:33
Sammála fannst þetta blogg ekki svaravert þó mann hálfsárnaði.Því ekki stjórnum við Eyjamenn sundi hvala hér við land því ekki ekki hægt að skrifa þetta á okkur.
Allir sem nota Herjólf vita að hann er úrsérgenginn greyjið.Mer finnst samt alltaf að ég sé komin "heim" þegar ég er komin í blessaðan dallinn þ.e.a.s. þegar ég er á heimleið.
Kom hingað af Búkollusíðu fallegt það sem þú skrifar
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:34
Sæl Harpa, það munaði voða litlu að ég beygði út af og tár rynni niður kinn hjá mér við lesturs þessa líka fínu greinar hjá þér kæra bloggvinkona, ég gæti ekki verið þér meira sammála en einmitt núna og svo er þetta svo mikið fallegt hjá þér Harpa.
Jæja vonandi eigum við eftir að sjást á jólaföstunni og bið ég kærlega að heilsa þér og þínum.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 23:06
Takk elskurnar mínar
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.