14.12.2008 | 05:11
Jólatiltekt :)
Hér áður fyrr tíðkaðist að að taka allt í gegn á heimilinu sirka korteri fyrir jól..allavega var það á mínum ungdómsárum og baka á hliðarlínunni. En ég sé engan tilgang í að gera allt hreint og mála og flísaleggja og þetta og hitt....svona rétt fyrir jól.. Svona lagað á að gera á vorin..VORHREINGERNING enda er þá orðið albjart úti og ekki þarf að vera með vasaljós eða kerti við hreingerningar í svartasta skammdeginu. Það kemur enginn til með að kíkja inn í skápana þína né að skoða hvern krók og kima áður en sest er að borðum á aðfangadag þetta er blessað gamla uppeldið sem hagar sér svona og það er löngu kominn tími til að snúa sér að miklu skemmtilegra viðfangsefni og hafa þar af leiðandi miklu meiri tíma FYRIR fjölskylduna og um það sem jólin snúast um ekki bara að vera endalaust að gera hreint og fínt og baka þetta margar tegundir af smákökum sem eru étnar rétt á meðan að þær eru bakaðar og kannski löngu eftir jól. Því yfirleitt er varla bragðað á þessu bakkelsi nema rétt til að sýnast í veislum og er þetta smákökubakkelsi orðinn svona meðlæti ef einhvern skyldi langa.... þó vissulega sé það gott og blessað fyrir sálartetrið að vesenast í þessu.
Njótið frekar undanfara jólanna og verið ekki útkeyrð þegar sest er að borðum á aðfangadag heldur látið ykkur líða vel ... Þetta er ég allavega búin að læra gegn um tíðina og þar sem stöðugt fækkar íbúum á heimilinu og við bara orðin tvö með hundana þá sé ég engan tilgang með þessu bagsi því það er hægt að kaupa fínustu smákökur í boxi frá okkar bökurum hér í bæ til að hafa sem meðlæti á veisluborðinu og viti menn...það er varla snert við þessu...kanski vegna þess að rjómaterturnar , brauðterurnar og heita brauðið með kruðeríii eru langbest svo ekki er pláss fyrr en eftir jól fyrir smákökur og ískalda mjólk ..mhhh
Svo ég mæli með afslöppuðum jólum...jólagjöfum frá hjartanu....ekki hversu dýrar þær eru enda hefur enginn efni á því í dag...alla vega ekki venjulegur Jón og eigið yndislegar stundir um jól og áramót með ykkar fjölskyldu og nánustu vinum. Við hjónin kaupum okkur einhverja góða,sameiginlega og nytsamlega jólagjöf..oftast löngu fyrir jól...en skiptumst svo á minni gjöfum á aðfangadag sem er bara frábært Nú styttist óðum í hátíðina og ég hlakka mikið til að borða góðan mat með yngstu minni og hennar ektaspúsa á aðfangadag.
Á aðfangadagskvöld verð ég með hefðbundinn jólamat sem er : Rækjucokteill í forrétt, Svínahamborgarahryggur, reykt lambakjöt fyrir þá sem ekki snæða svínið og ef er pláss þá verður líklega Súkkulaðibomba með ísköldum rjóma í eftirrétt með drykk sem samanstendur af Egilsmalt og appelsín mhhh.nammi namm.. hvað ég hlakka til
Og ef ég þekki minn ektaspúsa rétt þá verðu gripið í Nóa Siríus konfekt á milli mála...slef..slef nammi...namm.... hvað eru þetta mörg kíló...3-5 oh my good
Okey ..seinni tíma vandamál ha..ha
Kveðjur úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Sæl Harpa, það jók á jólaskapið sem ég er búinn að vera í síðan ég kom í frí.
Ég held að fólk sé almennt farið að halda jól í stíl við þín jól mín kæra húsfreyja í Kollukoti, við eru til dæmis að verða búinn að öllu, en við nennum ekki að vera að framkvæma allt á síðustu stundu, ég vill njóta samverunnar við fjölskyldu og vini sem mest á meðan ég í frí.
Eigðu góða jóla aðventu Harpa og ég bið að heilsa héðan frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.