Þá er sælan búin í bili

Jæja þá eru allir farnir til síns heima sem dvöldu hjá okkur yfir jólahátíðina en það var líka óttalega einmanalegt í fyrstu og ekki laust við að maður dytti niður í nett þunglyndi. En svona er það bara alltaf þegar krakkarnir fara frá manni og þar er stutt í tárin, þegar maður er að kveðja InLove og kveðju kökkurinn er mér svolítið erfiður lengi á eftir. En svo lagast....þetta þangað til næst. Ætli maður fari ekki að drífa sig í vinnuna á fimmtudaginn, því ég fór í sprautu í morgun hjá spesíalista sem sprautaði mig svo vel(vonandi) svo ég verð bara eins og nýslegin túskildingur á morgunn eða hinn Grin Enda er þetta orðið fínt..búin að leika heimavinnandi í heilan mánuð en á hálfum hraða en það hefur alveg gengið ha..ha.

Svei mér þá ef ég hlakka bara til að gera eitthvað annað en að "hanga" heima.....thííhíiii 

Bestu óskir til allraWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl og þakka þér fyrir að taka við mér sem bloggvinkonu. Það er mér svo sannarlega heiður að eignast þína bloggvináttu!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband