10.1.2009 | 07:31
Tregablandið niðurrif
Mikið var yndislegt veður í gærkvöldi þegar furðuverur, Grýla , Leppalúði og Jólasveinarnir kvöddu okkur. Falleg flugeldasýningin og varpaði eins og endranær ævintýraljóma yfir bæjarbúa og eftirvæntingafull andlit litlu barnanna sem þrýstu sér fastar en oft áður í fang foreldra sinna.
Á eftir eins og endranær var mín að brasa við að skella í heitar vöfflur og hita súkkulaði sem var vel þegið eftir fjörið. Gaman að koma saman í lok þessa kvölds í spjall og heitt súkkulaði með ísköldum rjóma namminamm
Og nú liggur fyrir að fara að taka saman öll fallegu jólaljósin og skreytingarnar sem hafa glatt augað þessu yndislegu jól. Ég byrjaði reyndar í gærkvöldi eftir að allir voru farnir að taka niður jólatréð, svo er spurningin hvort ég leyfi nú ekki gluggaljósunum að loga aðeins lengur. Því það verður allt einhvernveginn svo bert þegar jólin eru búin. En lampar í gluggana koma þá bara í staðin til að veita birtu í þessu skammdegi og kertin sem ég er óspör á eru tendruð víða í Kollukoti. Birtan frá þeim er eitthvað svo róandi og góð
Líði ykkur öllum sem best á þessu nýja ári
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Sæl Harpa, það er nú það sem gefur lífinu gildi hér í Eyjum hvað félagslífið er rosalega gott, nú er einn skemmtilegasti tími ársins að baki, en við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera í nánustu framtíð.
Kær kveðja í Kollukot frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 08:52
Hér var enginn þrettándi og voru jólin því búin hjá okkur er við yfirgáfum eyjuna fögru sl laugardag, en við létum nú ljósin loga áfram. Við erum á Hvolsvelli í sveitasælunni yfir helgina, svo verður farið í að taka niður ljósin á sunnudag.
Dabbi (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:28
Ó já þrettándinn er mér minnisstæðari en gamlárskvöld í Eyjum... jólasveinar, álfar og ljósin.. ég fæ sæluhroll við minninguna..ein af þeim bestu. Ég minnist þess líka þegar að ég og þú og "allir" hinir krakkarnir hlupum upp að Hamrinum til þess að sjá jólasveinana..og enda á fótboltavellinum í álfadansi og brennu..ljúft Kveðja til þín og þinna frá æskuvinkonu
Arndís Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:55
Já Harpa, Þrettándinn í gær var alveg frábær og svo var yndislegt að koma heim og fá sér heitt súkkulaði og kökur.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:12
Mikið er gaman að heyra frá ykkur öllum elskurnar takk fyrir Stundum hef ég lagt meira í jólalokin og verið með heita rétti og annað gúmmelaði en heitar vöfflur með rjóma og sírópi eru hreint út sagt æðislega gott nammi, áður var það alltaf blessuð rabbarbarasultan en mér var komið upp á þetta fyrir margt löngu síðan að nota sírópið og það er bara..gott...
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.1.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.