Nú er mín ánægð :)

Jæja þá er búið að pakka niður öllum jólagersemunum og  koma þeim upp á háaloft og bíða þar spennt til næstu jóla. Og gærdagurinn fór meira og minna í að gera allt fínt og mín dó nú ekki alveg ráðalaus þegar kom að því að huga að ljósum í gluggana. Svo mín kíkti niðrí Húsasmiðju og viti menn enn var til eitthvað af ljósum á þessu líka fína verði . Svo nú eru gluggarnir skreyttir áfram með hvítum seríuljósum sem gefa fallega birtu í myrkrinu á morgnana og á kvöldin Grin og mín ekki lítið ánægð. En þar sem ég er stundum óstöðvandi þegar ég byrja á einhverju og vill helst ljúka því sem ég er að gera og það strax, sá ég fram á það að mig vantar allavega eitt ljós í viðbót og það pirrar mig smávegis að hafa ekki áttað mig á því .En maður skreppur bara aftur í bæjarleiðangur og finnur sér eina í viðbót Wink.

Ég er rosalega mikið að spá í þessa dagana hvort ég eigi að skella mér í babminton. Það er um hverja helgi frá 10-12 að ég held og á þriðjudagskvöldum. Maður hefði kannski gott af því að svitna dálitið og athuga hversu klár maður er í þessari íþrótt ha..ha ég held nefnilega í huga mér að ég sé ekki svo glötuð...ha..ha en það er annað að hugsa en geta. Mér sýnist nú aðallega vera karlpeningur að leika sér við þetta þegar ég hef kíkt inn í salinn. En um daginn spurði elsta barnabarnið mitt hann Elvar Geir sem er 16 ára,mig :" Amma, ætlar þú að koma með okkur á æfingu?" og hann meinti það...held ég InLove

Kannski skellir gamla sér bara á æfingu með ömmustrákunum sínum fljótlega thíhíii LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Það er aðeins eitt sem ég bremsa við og það er orðið SNERPA hvort hún er enn þá til staðar hjá gamallri frjálsíþróttamanneskju hef ég ekki grænan grun um ég er auðvitað rosalega SNÖRP í huganum ha..ha

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.1.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Harpa, ég er sannfærður um að Óskar í Áhaldaleigunni tekur vel á móti þér, en hann er aðalsprautan í badmintonfélaginu.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 22:31

3 identicon

ekki gera það, þú drepst bara ef ekki það þá detturu bara og brýtur eitthvað hehehehehe. Nei nei um að gera og drífa sig og taktu hræið frá tölvuni og taktu hann með :)

Kveðja David

David (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ha..ha..ha..ha... Davíð þú getur alveg hreint drepið mig.. ha..ha.. hræið

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband