Fjölburafæðing....

Jæja þá eru þríburasystur mínar ekki lengur einu þríburanir hér í Eyjum. Reyndar fæddust þær hér á sjúkrahúsinu (þ.e Ráðhúsið í dag ) og það var á því herrans ári 1955 og svolítið aðrir og erfiðari tímar en eru á okkar mælikvarða í dag.

Svo ég vil bara óska þessum pólsku hjónum sem fjölguðu Eyjamönnum um heila 3 á einu bretti, innilega til hamingju með litlu krílin. Smile

ÞRILLINGAR2Hér eru þær dúllurnar, systur mínar.

Fá vinstri:

Anna Ísfold, Guðrún Fjóla og Marý Ólöf Kolbeinsdætur og

dætur Siggu heitinnar frá Vatnsdal  hér í Eyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra!Flott mynd.Það munar um hvern sem er í +.Þú verður að fyrirgefa að maður"læðist"stundum inn hjá þér án þess að gera vart við sig.Kvitta hérmeð fyrir mörg"innlit"Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Nú er ég bara alveg rugluð í ríminu. Þríburar pólsku hjónanna sem búa hér í Eyjum eru taldir fyrstu Eyjamennirnir sem fæðast á nýji ári og komu í heiminn 2.janúar. En svo sé ég í öðru bæjarblaði okkar að fyrsta barn ársins sé lítil stúlka fædd 5. janúar. Er ekki alveg að skilja þetta...kannski getur einhver upplýst mig um þetta betur, því fram á þennana dag hafa 2 verið á undan 5..nema það sé búið að breyta því án þess að ég hafi verið látin vita....

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:19

3 identicon

Sæl Harpa mín!

Ég kíkti í Fréttir og kannaði þetta. Pólsku þríburarnir eru á forsíðu Frétta og þar er skrifað um þau sem fyrstu Eyjabörn ársins. Svo er inni í blaðinu skrifað um litla stúlku, sem er fyrsta Eyjabarn ársins, sem fæðist á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband