Eldgosið á Heimaey og bóndadagurinn..... :)

Ég fór í vinnu kl.05.00 aðfaranótt föstudagsins 23.janúar enda mikið að gera á mínum vinnustað og minni vinnu lauk kl.18.00 þennan sama dag og mikið assgoti var ég orðin þreytt eftir daginn...það verður að segjast eins og erTounge þegar maður er að vinna við að bjarga verðmætum..... er maður með útvarp á eyrunum allan daginn og fylgist með fréttum og hvaðeina sem kemur upp á öldum ljósvakans.

Það styttir daginn að hlusta á þau Heimi og Kollu á Bylgjunni enda skemmtilegt fólk og Gissur fréttamaður er í uppáhaldi hjá mér. Smile

Gott og gaman að heyra hversu vel tókst til að safna lopanum fyrir gamla fólkið í Bretlandi enda erum við ekki í neinu stríði við hin almenna borgara í Bretalandi og verður gaman að fylgjast með þegar Heimir og Kolla fara út og afhenda lopann formlega.. enda hefur þessi vinargjöf okkar íslendinga spurst út eins og til var ætlast.

Enda virðist vera svo að  þeir sem stjórna landinu séu svo gersamlega sneyddir allri tilfinningu fyrir velferð eldri borgara í landinu og þeir megi bara éta það sem úti frýs.

ég sæi okkur koma svona fram við foreldra okkar og aðra lengra komna á lífsleiðinni..nei takk og þvílík svívirða við þetta blessað fólk.

 Gera menn sér ekki grein fyrir því að þeir væru ekki í þeim stöðum sem þeir eru í dag en einmitt fyrir þetta fólk ...þetta fólk var brautryðjandinn og gerði líf þeirra auðveldara í dag

Þannig virðist manni margir hugsa úti í Bretalandi en sem betur fer er aðeins annar hugsanaháttur hér hjá okkur  hér heima á Íslandi..vonandi.....

 Við hjónakornin sendum 2 peysur heimaprjónaðar, lopasokka, hálskraga og vettlinga og vonum að þetta komi einhverjum að gagni.

Ég man samt ekki eftir að minnst hafi verið á Heimaeyjagosið og að það séu liðin 36 ár frá byrjun þess hmmm....FootinMouth

Og bara svona til umhugsunar fyrir þá sem til þekkja.

Húsið HRAUN sem var á horni Landagötu og Heimagötu fór undir hraun.

Húsið HORNIÐ.. sem var við enda Vestamannabrautar  til hægri, í austur ...hraunið  lagðist að því. Seinna var það rifið vegna mikilla skemmda. Ásamt húsinu Kalmanstjörn. Þessi hús stóðu við hliðina á húsi K.F.U.M og K sem er í dag austasta húsið við Vestamannabraut hægra megin.

Húsið JAÐAR sem er ennþá til í dag.. þar eru endamörk hraunsins við austasta enda Vestamannabrautar til vinstri......hmmm athyglisvert ekki satt?

HVOLL OG SUNDLAUGINÞarna er útisundlaugin okkar að verða undir í baráttunni  við eldgosið og  stóra húsið (þrílyft ) aðeins til hægri á myndinni er æskuheimili mitt Hvoll.

Við áttum heima á neðri hæðinni og önnur góð fjölskylda á efri hæðinni. Stuttu eftir þessa myndatöku æddi hraunstraumurinn yfir og allt hvarf á kaf . Að mig minnir þegar svokallaður Flakkari sem var hluti úr Eldfellinu fór af stað með sína eyðileggingu... þá fóru flest húsin undir hraun, þá nótt..hrikalegt.

Þarna misstu tvær fjölskyldur  alls 14 manns æskuheimili sitt á einni nóttu....

Svo ég vitni í ljóð mitt sem er hérna einhverstaðar framarlega á síðunni:

Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka

Vatnsdalur tiginn  og Landagata

Róló og sundlaugin er lékum við oft

nú gnæfir þeim yfir..hraun hátt í loft....

 

(Grænahlíð..þar bjuggu Dúdda og Bjössi en Dúdda var elsta systir mömmu)

(Í Vatnsdal bjuggu amma mín Ingibjörg sem var móðuramma mín og margt  annarra skyldmenna minna)

(Róló sem ég kalla í ljóði mínu var alltaf kallað PÉTÓ )

(sundlaugin var okkur allt..þarna gat maður dvalið allan liðlangan daginn undir berum himni í leik með sínum vinum...Heart)

 

Og af því ég var að vinna svona lengi  þá varð minna úr því að gera elskunni minni daginn eftirminnilegan  eins og ég hefði viljað.

Gefa honum extra gott að borða og gefa honum jafnvel eina rós í tilefni dagsins...en það var ekkert úr þeim hugsunum enda við bæði hundþreytt eftir daginn . Svo það varð bara Létt og Laggott..eitthvað úr íssskápnum...

Hitt bíður betri tíma .....InLoveHeart

Hann er svo tillitsamur þessi elskaHeartHeartHeart...

 

Bið ykkur bara vel að lifa og eigið góðan dag..en mín er að spá í að leggja sig aftur..Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Harpa, átti Gaui á miðhúsum (skipstjóri og eigandi á Hrauney VE) heima uppi hjá ykkur á Hvoli? Hvar ertu að vinna svona mikið Harpa? Ég er sammála þér með meðferðina á gamla fólkinu úti í Englandi, en engu að síður finnst mér við hér á landi fara frekar illa með aldraða, á sömu forsendum og þú nefnir hér að ofan. Ég er líka sammála þér með Heimir, Kollu og Gissur, þau eru góð. Svo er það bara fyndið hvernig náttúruhamfarir geta hagað sér gagnvart nöfnum á húsum í gosinu. Jæja Harpa, er þetta ekki nóg í bili?

Kær kveðja frá Áshamri.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Harpa.Tek undir með Helga Þór.Og spyr eins og hann hvar ertu að vinna?Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 01:14

3 identicon

Sæl mín gamla vinkona..þarna sé ég mitt æskuheimili á miðri myndinni beint á móti sundlauginni..það voru ófá sporin á milli húsanna hér áður fyrr. Kveðjur til þín og þinna

Arndís

Arndís Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir innlitið. Svona rétt til að svala forvitninni þ´er ég að vinna í Gothhaab í Nöf. Lítið fyrirtæki á okkar mælikvarða en er að breiða út anga sína í allar áttir.

Og Arndís mín takk fyrir kíkkið..ég er í fríii frá Facebook hef einfaldlega ekki tíma í það í augnablikinu. Gaman að heyra frá þér. En n.b. þarf að léttast um 5 kg. hvað ertu með í farteskinu fyrir my lovely boddý ha..ha..??

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 31.1.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Rétt til getið Helgi að Gaui og Stína með sín börn áttu heima á efri hæðinni á Hvoli.

En ég er ekki alveg að skilja hvað þú átt við með gamla fóliið okkar ??

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 31.1.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband