Litla vina......

Ömmuljóð Sunna
Ort 15.02.08 K.H.K
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lítið barn 
í hlýjum heimi
hreifir fingur
smáar tær
alskyns hljóð
í fjarska heyri
öruggt býr 
í móðursæng.
 
 
Mín bæn er sú
þú megir dafna
í mjúku myrkri
líða vel.
Þroskast vel
og kröftum safna
dagana ég niður tel.
 
 
Ég hlakka til 
er sérðu heiminn
litla barn í fyrsta sinn
að getað snert þig
ósköp dreymin
að elska þig og faðma þig.
 
Þú átt barn mitt
elsku mína
hvert sem liggja
sporin þín.
Megi gæfan
ætíð blessa
þig og pabba og mömmu sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, Harpa mín. Þetta ljóð er alveg yndislegt!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband