31.1.2009 | 08:58
Minn tími mun koma.....
Ég er ánægð með ef Jóhanna verður forsætisráðherra..æ..æ.. hvað ég vildi óska þess að ánægja yrði með alla þá menn og konur sem verða svo endanlega kosin í væntanlegum kosningum til alþingis. Þetta verður erfitt hlutskipti fyrir hana Jóhönnu og verður ekki öfundsverð í því sem á hana leggst í undanfara næstu vikna og þeirra stjórnarmanna sem verða við völd ásamt henni. En maður vonar það besta og ég óska þeim alls hins besta við erfiðar ákvarðanir.
Framsókn.....er ansi erfið við fyrstu sýn og formaðurinn nýkjörni er ekki eins blautur bak við eyrun og manni sýndist í fyrstu .....og vill hafa hlutina á hreinu sem er bara gott og blessað ..en passa sig aðeins að vera ekki með OF mikla formannstæla því hann var búinn að lýsa yfir stuðningi við nýja stjórn til nokkurra mánaða . Og svo er greinilegt að það eru kosningar á næsta leyti og hann er að gera sig aðeins of..pínulítið breiðan finnst mér....... vegna þessa...hmmmm...
Fyrir mér, lítur hann þannig út
Ef þú gerir ekki eins og ég segi þá fer ég bara......(smá leikur í sandkassa) ..enda veit hann ósköp vel.... að ef hann hefur þau völd í dag að styðja minnihlutann eður ei........... Sakleysislegur ..en varasamur, greinilega......
En ég vona innilega að þeir menn og konur sem veljast til þeirra erfiðu verka sem framundan eru verði þeim vaxin og geri það eina rétta í stöðunni...sem er auðvitað loðið orð.. en hvað annað, getum við beðið um???
Ég vildi ekki vera í þeirra sporum ......
Enda held ég að ef ekki verður farið að kröfum fólksins í landinu.. þá bara Guð hjálpi okkur...þá verðu allt bandbrjálað............
Sjálfstæðisflokkurinn til margra ára....... uppsafnað lið sem styður eingöngu það fólk sem á eitthvað á milli handanna ...þar er venjulegt fólk ekki innanbúðar. Nei takk...ég bið um annað og betra en þetta fólk sem hefur leitt landið okkar út í þessar ógöngur . út á guð og gaddinn...
Þessir að ég verð að segja fjendur hins venjulega starfandi manns í landinu eru verjendur fyrirtækja og ríka fólksins í þessu blessaða landi okkar Íslandi og hafa verið og verður meðan þeir verða við völd... ÉG SEGI NEI TAKK...Það er nóg komið!
Hingað og ekki lengra ég vil annað stjórnarfyrirkomulag.
Ég vil mannlega stjórn landsins.. huga að fólkinu í landinu fyrst og fremst enda er þar auður landsins til sjávar og sveita.....
Ég er ekki pólitíkus að upplagi en ég verðað segja að mér er ofboðið hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig frá hruninu. Og við hér í Kollukoti eins og svo margir aðrir erum að súpa seiðið af þessum gjörningum......
Ég vil nýja og breytta tíma...vil fyrst og fremst og að atriðin snúi að fólkinu í landinu.. sem heldur uppi öllu því sem hinir ríku hafa sleikt upp með góðu geði en ég vona innilega að það festist í hálsi þeirra á næstu vikum og mánuðum og árum....ég er svo heiftarlega reið og reiði mín hefur vaxið dag frá degi og síst af öllu hjaðnað eins og væntanlega sjálfstæðisflokkurinn er að vona....Og sem ég vona innilega að gleymist ekki í næstu kosningum.
Ef ekki gengur né rekur með þá stjórn sem verður við völd fram að kosningum... þá bið ég bara, guð að hjálpa okkur.
Þvílík er reiði manna... vegna ofurlauna og þeirra útrásamanna sem hafa komist undan og að ég tali nú ekki um bankana okkar, þvílík firring.
Nú ætla ég bara eins og önnur fyrirtæki..enda er heimili fyrirtæki og barasta taka upp nýja kennitölu ( smá skrens.. er það ekki örugglega hægt?) skulda engum neitt...bara ný, ég..
Það væri bara æði............
En svo bara hérna eitt atriði, fyrir þá forvitnu vini mína ...að ég var að vinna aftur frá kl. 05.00 til kl: 17.15 í dag. Á miðvikudag mætti ég kl. 06.00 og var að vinna til klukkan að ganga átján enda er ég að þrífa þetta fyrirtæki ásamt mínu ektaspúsa eftir venjulegan vinnutima.Þetta vinnufyrirkomulag virðist vera aðeins vegna komu skipa hér í Eyjahöfn. Enginn er neyddur til vinnu á þessum óguðlega tíma en ég vinn hjá fyrirtæki sem er svo innilega starfsmannavænt að það er varla hægt að neita þeim um sitt vinnuframlag enda er ég ein af þeim fljótustu í fyrirtækinu að snyrta fiskinn sem þú og aðrir láta ofan í sig.
Og þar sem ég vaknaði allt of snemma eins og mér er líkt er ég að spá í að leggja mig aftur og njóta þess að ég er í helgarfríi og vertíðin er ekki alveg..byrjuð...eða hvað ??
Bestu kveðjur úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Athugasemdir
Sæl nafna. Nú er einmitt lag að taka þátt og vera með í að hefja uppbygginguna. Tek undir með þér að nú verður áherslan að vera á fólkið. Mest finn ég til með þeim sem engan þátt tóku í græðginni og lánabrjálæðinu heldur eru hreinir og klárir þolendur hrunsins.
En við höfum engra kosta völ annað en að halda áfram.
Bestu kveðjur héðan úr Kollukoti í Seljahverfinu.
Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.