7.2.2009 | 06:23
Góðan daginn..
Ég er sammála Helga bloggvini mínum með veðráttuna undanfarið. þvílík fegurð sem hefur umlukið okkur Eyjamenn með blíðu og fallegri birtu.
Allt eitthvað svo hreint og tært og sólin blessuð hefur kysst hverja kinn, dapra og glaða. Gefið okkur von um betri tíma. Og minnir á að vorið er ekki svo langt undan með alla sína fegurð og hlýju.
Það finnst mér líka einn besti tíminn þegar blóm og grös fara að spretta og Eyjan okkar klæðist grænum möttli. Fuglasöngurinn vekur okkur snemma dags til dáða. Allt að vakna eftir vetrardvalann og mannfólkið líka.
Og bara svona rétt til að minna á:
Frost er úti fuglinn minn
ég finn hvað þér er kalt
nærðu engu í nefið þitt
því nú er frosið allt.....
ekki gleyma smáfuglunum Kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.