Vatnsberi...

Þar sem ég er vatnsberi af guðs náð ákvað ég að loka blogginu mínu um stundarsakir rétt á meðan ég var að finna út nýtt útlit fyrir mína síbreytilegu persónu Wink og snúa mér svo alfarið að því að gera síðuna mína af því sem stefnt var að í upphafi. Sem sagt skemmtilegheit..ljóð og ýmislegt satt og logið ha..ha Grin nenni ekki að vera að velta mér upp úr fortíðinni og þeim leiðindum sem því miður hafa fylgt oft á tíðum.

Enda miklu skemmtilegra að skrifa eitthvað uppbyggilegt og eitthvað sem gleður hvern og einn. Ég hef bara haft takmarkaðan tíma til að skrifa enda mikil vinna og þreyta gerir vart við sig í enda dagsins. Svo í staðin fyrir að setjast við skriftir...sest maður fyrir framan imbakassann og bíður eftir að augnlokin verði svo þung að maður drattast úr sófanum og fer að sofa..GetLost

Svo ég hef aðallega notað helgarnar til skrifta enda alltaf vöknuð eldsnemma þó svo það sé frídagur þ.e.a.s ef ég kemst í tölvuna fyrir bóndanum ha..ha Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Er þetta skárra...smá sól og sumar ha..ha   langaði aðeins til að breyta til en svo getur vel verið að ég finni eitthvað enn sniðugra en það er bara ekki mikið úrval......

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 17.2.2009 kl. 14:21

2 identicon

Já, þetta er skárra. Ég kíkti hérna inn á þig í morgun og fannst þetta heldur dökkt, er alveg sammála Búkollu með það, að það hæfði þér ekki, mér finnst þú nefnilega svona frekar björt og hress manneskja

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband