Litla systir....

Elfa og Inga á Illó 2008Á þessari mynd sem er tekin kring um síðustu þjóðhátíð er mynd af Elfu systir fremst og svo manneskunni sem lífið snýst um í dag henni Ingu litlu systir minni.

Hún er með nýrnarsjúkdóm ..sama sjúkdóm og mamma mín heitin var með.

Elfa systir sem er með henni á þessari mynd er einnig með þennan sjúkdóm (blöðrunýru)  sem geta skemmt... lifur...nýru.. bris o.fl. til lengri tíma litið. Sem sagt ýmiskonar sýkingar gera það að verkum að blöðrurnar fyllast vökva ..jafnt sem blóði og sýkingu sem valda henni miklum verkjum og dregur niður í henni alla eðlilega verkun,og öll nýrnarstarfsemi skerðist..........................


Hún er komin með tvo líklega nýrnagjafa í sama blóðflokki sem er O blóðflokkur en undirflokkar væntanlegra nýrnagjafa eru ekki alveg eins góðir og vonast var til í upphafi.

Þar eru Heiða Björk og Marý , blóð og ættskyldar mæðgur sem hafa boðist til sem væntnlegir nýrnagjafar....

Við þurfum núna á fleirri möguleikum að halda og fyrr en seinna.

Þetta er vissulega álag fyrir væntanlegan nýrnargjafa og frávik frá vinnu má vissulega meta sem 4 til 6 vikur að mér er tjáð, ef ekki meira .....( þú mátt ekki vera í neinum áhættuhópi sem lítur að þinni eigin heilsu.) er það er allt skoðað áður en þú ferð í þetta ferli.

Nýrun hennar Ingu eru orðin mjög léleg og skila ekki því sem þau þurfa að gera í dag svo styttist í að hún þarf að fara í Díalísu sem er blóðskilunartæki sem mamma þurfti að ganga í gegn um forðum daga til að halda einhverskonar heilsu þar til nýrnagjafi yrði tiltækur.

Þá er blóðinu dælt út úr líkamanum og hreinsað og dælt inn aftur og ég get sagt þér eitt að þetta ferli tekur rosalega á viðkomand. Þetta ferli tók sinn toll af elsku mömmu minni á sínum tíma...

Nú er komið að þeim tímapunkti að fá líklegan nýrnagjafa og helst í gær og því betra sem tengslin eru nær......

Inga mín kemur aldrei.....frekar en mamma.... til að biðja sér  þess sem hún þarf virkilega á að halda...... því hún vill ekki  eða kann ekki  að biðja sér hjálpar svo þá verðum við hin sem stöndum á hliðarlínunni að vera þeir vættir vakin og sofin að koma til með að gæta hennar  og fylgjast með henni í framtíðinni......

Eg er enn jafn óheppin og get ekki gefið annað nýra  mitt mitt  og það er jafn  ömurleg tilhugsun eins og  á þeim tíma þegar mamma þurfti á nýra að halda, forðum daga.

Ég óska þess innilega að upplifa ævintýr með með Ingu minni í framtíðinni fullri af orku og þeirri ævintýraþrá sem heltekur okkur Eyjafólk á stundum, líkt og á Þjóðhátið og öðrum merkum atburðum.. Inga er bara einstök og ómissandi partur af mínu lífi og margra annarra ef hún skyldi ekki vita af því...............HeartHeartHeart

Það er engin  önnur Inga til sem vill bara heyra" I Want to break free "eftir annað hvert lag í tjaldinu á þjóðhátíð  eða heyra þetta orðatiltæki " Sooo?" ....

Ég fór að heimsækja hana Ingu mína í gærkvöldi eftir að ég fékk þær fregnir að hún hefði verið lögð inn á sjúkrahús.

Hún var bara nokkuð góð miðað við síðustu innlögn en þá var hún svo hræðilega þjáð af verkjum að mér leið illa að horfa upp á hennar vanlíðan..

þetta var allavega aðeins skárra í dag.. en guð einn veit hvað er í gangi hjá henni Ingu minni þessa dagana og hvað hún er að hugsa...

Kærar kveðjur úr Kollukoti InLove

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín mjög svo kæra bloggvinkona.Þetta er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu af systrum þínum.Ég er orðin gamall og með slitin nýru svo ekki gæti ég hjálpað.þó ég sé í O flokknum.En þú átt alla mína samúð og ég vona bara að þetta gangi vel.Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 22.2.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband