1.3.2009 | 08:48
Smá grín
Kona nokkur gekk fram hjá litlum og hrukkóttum, gömlum manni
sem sat í ruggustól á pallinum sínum. Hún sagði við mannninn:- Fyrirgefðu
en ég gat ekki annað en tekið eftir því hvað þú ert glaður á svip.
hvert er leyndarmál þitt fyrir löngu og hamingjuríku lífi?
Maðurinn brosti breitt og svaraði:- Ég reyki þrjá pakka af sígarettum
á dag. Drekk kassa af vískíi á viku og stunda enga líkamsrækt. "
-Það er ótrúlegt, sagði konan. - Og hvað ertu gamall?
- Tuttugu og sex!
Ómar fór til yfirmannsins og sagði:- Daði,það eru vorhreingerningar
heima hjá mér á morgun og Kolla mín þarf á mér að halda til að bera
niður kassa af háaloftinu og úr bílskúrnum.
-Því miður, Ómar minn svaraði yfirmaðurinn, -ég get ekki gefið þér frí
því við erum svo undirmönnuð.
-Takk Daði minn, sagði Ómar, - ég vissi að ég gæti treyst á þig!
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.