Amor litli.....

DSC 0031
 
 
 
 
 
Til Birgis og mömmu.
 
 
 
 
 
 
 
Hve gæfuríkur maí dagur það var
er Amor litli átti leið þann dag.
Hann spennti bogann hátt
brosti og skríkti dátt.
því enginn veit hvar Amor litli fer.
 
 
Hann fór svo hratt á skýi skjannahvítu
fráu augu hans á fólkið litu.
Hann áði brátt, hann var á réttri leið
settist niður skamma stund og beið.
 
 
Þá sá hann þau sem hafði leitað að
hann setti rauða ör í bogastað.
Amors örin hitti hjörtun í
kveikti ást og unaðinn þeim í.
 
 
Ánægður með dagsverkið hann var
á skýi þaut og örvar sínar bar.
Því hamingju í hörtu hafði sáð
hjörtu tvö, sem bæði höfðu þráð.
 
 
Ástarstjarnan skæra
skínandi yfir þeim.
Fleytti þeim í óravíddir
út í unaðsheim.
Gullin fagur hringur
á fingur rann.
Trúnaður og ástin
úr augum þeirra brann.
Já..enginn veit hvar Amor litli fer
 
 
Mamma og BirgirÞetta ljóð er gamalt en enn í fullu gildi.
 
Kveðja úr Kollukoti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband