17.3.2009 | 09:38
Nokkrir góðir :)
- Af hverju förum við aldrei neitt út á kvöldin?, spurði eiginkonan með óánægjutón.
- það er ár og dagur síðan við höfum farið út saman.
- Nú, og hvert viltu þá fara, spurði eiginmaðurinn.
- Hvað með að fara í bíó, stakk frúin uppá. - ég var að frétta að
nú séu sýndar talmyndir. 

- Mamma ég gleypti óvart munnhörpuna mína!
- Eins gott að þú varst ekki að æfa þig á píanóið!


Maður nokkur kom inn á apótek að hitta vin sinn, apótekarann
að máli.
- Fínt að þú komst, sagði apótekarinn. - ég þarf að bregða mér
frá rétt sem snöggvast. Ég verð fljótur, vertu hérna fyrir mig. Það kemur
varla til að neinn komi rétt á meðan.
Þegar hann kom aftur spurði hann: - Jæja, kom nokkur?
- Já, einn maður og bað um eitthvað við hósta. Ég lét hann hafa þetta
þarna, sagði hann og benti upp í hillu.
- Ertu frá þér maður...þetta er laxerolía!
- Nú, þú sérð hvort það hefur ekki hrifið. Þarna stendur hann upp við
grindverkið og þorir ekki að hósta!



Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.