Bubbi segir....

varir

 

 

 

 

 

 

 

 

 Bubbi segir akkúrat í þessum skrifuðu orðum

að það sé guðsgjöf að  geta samið tónlist

 og geta samið ljóð. 

Ég gæti ekki verið meira sammála honum, enda

frábær listamaður.

En ég uppgötvaði svipað í gærmorgun  þegar Helena mín kom í kaffisopa eftir næturvakt af Hraunbúðum

Bara vá.. ég geri mér fulla grein fyrir hvað ég á góða og sérstaklega hugsandi og góða

eldri dóttur þó svo kannnski gegn um tíðina að hún hafi ekkert endilega verið að

ota sínum tota...heldur frekar of hógvær að mínu mati þegar kemur að laga og ljóðgerð.

Mér finnst hún algjör snillingur í þessum gjörðum enda höfum við mæðgurnar bruggað

ýmislegt saman  gegnum tíðina og eigum í dag ógrynni ljóða og laga bæði saman og í sitt hvoru lagi.

 

Mér finnst alveg hreint óumdeilanlega gaman að spjalla við hana um ýmis málefni enda

erum við Helena mín góðar vinkonur og mér þykir svo innilega vænt um þessi móment

með henni,þegar við förum báðar á flug í  samtali yfir kaffisopa og eða þegar við

förum á flug með skáldagyðjunni og við þrjár gleymum okkur klukkutímum saman

yfir að semja ljóð og lög.

 

 

Viið eigum samanlagt fulla kistu af gersemum  sem við höfum notað við hin ýmsu

tilefni gegnum tíðina. Og í gærmorgun þegar ég ákvað að fara upp á efri hæð og

ná ég græjurnar mínar  og koma með þær niður í stofu  og finna allar spólurnar og

smella þeim í tækið og hlusta á það saman, sem við höfum verið að bralla gegnum tíðina.

Þá uppgötvaði ég .... eftir orð Bubba í morgunútvarpinu að þetta er guðsgjöf...

Það er ekki í allra hendi að geta samið ljóð og lög og það er svo satt......

Þarna við eldhúsborðið í Kollukoti sátum við mæðgurnar og hlustuðum og sungum með

og ég segi bara... guð hvað það var gaman....Smile svona er þetta og hvergi nema hérna

á föstudagsmorgni og alveg fram að hádegi að tvær konur...... mæðgur sitji saman

heima í litla kotinu mínu þar sem gull og gersemar flæða úr hverju horni í söng og ljóðaformi.

Og ég sá og saknaði þeirra stunda þegar Helena mín kom svo oft til mín hér áður

fyrr og settist við hljómborðið og við barasta gleymdum okkur við söng..lengi ..lengi.

 

Við fylltumst eldmóð og sáum og heyrðum að það var margt þarna sem við höfðum

gert ...að þetta væri nú bara boðlegt fyrir aðra.

Við höfum jú sungið saman og verið með skemmtun fyrir aðra en fjölskylduna. En allt of

sjaldan.

 

Gítarinn minnHákon Aðalsteinsson skáld og skógarbóndi

nýlátinn og blessuð sé minning þín minn kæri,

var okkur Helenu minni einstaklega góður og

minnisstæður enda frábært skáld og ég eftir að

hafa skrifað honum bréf fyrir margt löngu síðan

fékk ég  leyfi til að nota mörg ljóða hans í nokkur

laga okkar. Enda sendi ég honum með bréfinu

forðum daga þrjú lög við jafnmörg ljóða hans,

sem ég samdi á þeim tíma enda átti hann merkisafmæli að mig minnir sextugur og fékk þau viðbrögð að hann hringdi  í mig blessaður.

Þótti  honum sérstaklega vænt um að fá handskrifað bréf á þessum tíma tæknialdar ásamt

spólu með þessum  fyrstu lögum mínum.Seinna meir þegar við Helena fórum í gegnum ljóðabækur

hans urðu til enn fleiri lög sem við svo sendum honum. Hákon sendi mér nokkur ljóð sem ekki höfðu þá birst í í ljóðabókum hans og bað mig að athuga hvort ég gæti samið lög við þessi ljóð hans.

Sem ég og gerði og við Helena saman og sendum honum afurðirnar. Mari pípari, mágur minn

sem er ævintýramaður í eðli sínu fór ekki löngu seinna austur á Egilsstaði í þeim

tilgangi að veiða hreindýr ásamt fleirrum. Mari kom með þær kveðjur til okkar frá Hákoni að

hann væri svo ánægður með lögin við ljóð hans og bar til okkar Helenu kærar og innilegar kveðjur

 

Nú er Hákon Aðalsteinsson búinn að yfirgefa okkar jarðlíf...en ég öfunda þá sem verða

á hans vegi í dýrðinni þarna uppi að hlusta á hann og aðra góða menn og konur sem

hafa fyllt okkur hin þeirri andagift að semja lög við ljóð þeirra gegn um tíðina.

Ég segi bara takk fyrir að hafa leyft mér að nota ljóðin þín, enda eru þau mörg alveg

hreinar perlur að lesa og enn meira gaman að geta samið falleg  lög við ljóð hans.

Takk fyrir veru þína hér á þessu jarðríki Hákon og takk fyrir samtalið forðum.

Í huga okkar Helenu  ert þú frábært skáld og þú ert einn af þeim sem hefur skilið eftir

fótspor í sál okkar og verðu aldrei gleymdur.

Ég á þrjár útgefnar ljóðabóka þinna sem ég geymi sem gull við mínar hjartarætur.

 

 

 

Þá fyrstu fékk ég að gjöf, hinar tvær voru himnasending frá skáldinu sjálfu.

Enn og aftur takk fyrir veru þín á þessu jarðríki, Hákon.

 

kerti

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni og frænku þinnar með mér.  Dóttir mín varði löngum stundum heima og dvaldi einungis á sjúkrahúsi þegar hún þurfti að fara í höfuðaðgerðir.  Það á hver og einn sinn tíma hér á jörð og það besta sem ég geri í minningu dóttur minnar er að muna allt það fallega sem við áttum saman.

Ólöf de Bont, 22.3.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Helena

Já góðan daginn

Ekkert smá gaman að lesa það sem þú ert búin að setja hér inn síðan síðast mamma mín. Ég þakka hlý orð í minn garð  og það máttu vita að ég hafði sko alveg jafn gaman að því að setjast við eldhúsborðið hjá þér í Kollukoti og syngja með þér textana okkar og Hákons. Allt of langt síðan við gerðum það síðast Nú fyrst við erum farnar að syngja aftur saman er ekki úr vegi að við rifjum upp tásunuddið okkar fljótlega

ahhhh....good old times

Ég elska þig mamma mín.....knús og kossar

Helena

Helena, 29.3.2009 kl. 07:20

3 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Tásnuddið ohhh...yess..ég er sko alveg til í það og til að staðfesta

kveðju þína til mín á blogginu þá elska ég þig líka Helena mín.

Maður er allt of spar á þessi annars fallegu og innihaldsríku orð og

gerir bara ráð fyrir að börnin manns viti það. En það skaðar engann að segja

þetta fallega orð og meina það af öllu hjarta.....

Ástarkveðjur Mamma

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 29.3.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband