Kæri vinur

Ófeigur Hallgrímsson er búinn að yfirgefa okkur um sinn.

Þessi ljúfi og góði drengur er farinn til strandarinnar sem bíður okkar allra og ég hlakka til að hitta hann einn góðan veðurdag  þegar kallið mitt kemur.

 Allavega er þessi ljúfi Eyjapeyi í mínum huga einn sá

hressasti og skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst gegnum tíðina, um það erum við Helena mín sammála.Sá albesti  DJ sem fyrirfinnst.


sólarlag
Hann var bara,  einhvernvegin tilbúinn að spila og gera allt fyrir sína lagaunnendur þegar hann var að vinna sitt aukastarf sem DJ við ýmis tækifæri...

Þegar hann  var við stjórnvölin... þá var bara gaman út í eitt.... Góð minning ekki satt?

 Hann var skemmtikraftur af guðs náð og ég held

eftir á að hyggja að hann hafi ekki haft minna gaman en við hin sem nutum lagavals hans við hin ýmsustu tækifæri...

 

 

 Ljúfastur ..farðu vel.....

 

Fallega brosið hans lyfti upp öllum drunga og maður varð barasta að segja HÆ við þennan Eyjapeyja hvar svo sem maður varð á hans vegi. Hann Ófeigur var bara þannig persóna.

Fallegur og ljúfur maður í orði og í verki..hress..og góður vinur vina sinna. Og sérstakur vinur Einars Birgis systursonar míns og Gunnars sonar  hennar Lindu í Smart , gegnum tíðina og margt brallað saman á góðum stundum.

Hann var ekki fyrir allslöngu byrjaður að vinna hjá  minni elsku systur  og mági,Marý og Marinó  í Miðstöðinni

við Strandgötu og varð strax elskur að því sem hann byrjaði á, að kanna og þekkja sitt starf til

fullnustu. Það hafa sagt mér mætir menn og kunnu honum vel söguna.

Og það er svo gaman þegar menn og konur bera manni góða söguna í starfi. Allavega kann ég

að meta það.  Og ég efast ekki eitt augnablik um að Ófeigur hefur staðið sína plikt eins og það er kallað, enda skemmtilegur og ljúfur, Eyjapeyi í húð og hár.

Ég kem til með að sakna þessa Eyjapeyja okkar...að sjá hann ekki lengur á röltinu með sinni heittelskuðu....hönd...í hönd á yndislegum dögum og kvöldum okkar Eyjamanna sem eru engu lík. Það var svo sýnilegt hversu ástin var þeirra á milli......ástfangin upp fyrir haus bæði tvö......yndisleg sýn.

Og ég veit að hans verður sárt saknað af eiginkonu og ekki síst, börnum þeirra beggja sem

 ekki fyrir margt löngu síðan var búin að byggja sér skjól fyrir stórfjölskylduna.

Ég vil segja þetta að lokum í ljóðaformi til þín Ófeigur  og til þinnar heittelskuðu fjölskyldu.

 

kerti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég kveð þig kæri vinur

ég kveð þig Ófi minn.

í faðmi drottins sefur

blíðust sálin þín,

Á vængjum morgunroðans 

um röðulglitrað haf

fer sála þín

á guðs vors helga stað.

Þar er engin þjáning

né kvöl 

né sorgartár

Aðeins ró og friður

í hverri mannsins sál.

Þér þakka samveruna

og minninguna um þig.

Nú bið ég góðan guð

að geyma þig.

 

(ljóð K.H.K)

 

 

Ég kveð þig Ófeigur minn um sinn og bið um að börnum þínum og eiginkonu þinni heittelskaðri verði

 hugsað til þinnar ljúfmennsku og mannelsku...sem ég efast ekki um eitt augnablik.Og þess vegna verður söknuðurinn sárari en ella . En ég veit og geri mér grein fyrir að söknuðurinn verður hræðilega sár hjá fjölskyldu þinni og þar er ég með þeim í huga og í hjarta af innstu einlægni, þetta verður hrikalega erfitt og ég vona að þeim hlotnist sú náð og sá friður þegar fram líður tíminn að horfa til baka og sjá þig, að þú verður alltaf og ætið við þeirra hlið og verndir og elskar meðan þau eru á þessu elskulega jarðríki okkar. Og ég veit af eigin reynslu að að þú átt eftir

að koma upp óvænt í huga mér hvar og hvenær sem er og þá hugsa ég til þín og græt þig kæri Eyjapeyi.

 Og meðan ég sit hér og reyni að koma þessum skrifum á blað..græt ég og sé ekkert hvað ég er að gera..að skrifa í þína minningu .....

Ég segi bara að endingu Ófeigur minn ...takk fyri allt og allt....

Með vinsemd og mikilli virðingu

Kolla í Kollukoti

Megi minning þín lifa...ljúfastur Heart

 rósin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg minningarfærsla hjá þér, kæra vinkona.

Blessuð sé minning Ófeigs, hann var kallaður allt of fljótt burt úr þessum heimi. Góður Guð gefi Hafdísi og drengjunum styrk í gegnum þessa erfiðu tíma.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Harpa, þú ert alveg með ólíkindum þegar þú skrifar, það er ekki laust við að mér bregði tár að kinn við lestur þessara minningargereinar hjá þér kæra bloggvinkona, þetta er mikið falleg lesning hjá þér Harpa, hafðu þökk fyrir.

Við sem trúum á Guð álmáttugan trúum því að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, þannig að Ófeigi er ætlaður annar staður en hér hjá Hafdísi og börnum þeirra, og jú Harpa ég trúi því að þið hittist á góðri strönd og Ófeigur mun spila fyrir þig gott lag eftir þínu vali, megi góður Guð styrkja ykkur mæðgur í sorginni, og hafðu mína samúð, kæra bloggvinkona.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.4.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband