18.4.2009 | 10:54
Reynslan
Við erum alltaf í reynslutesti á hverjum einasta degi alla okkar mislöngu æfi.
Við erum einnig misjafnlega undir þessi próf búin líkamlega og misundirbúin hvernig við tökum á þeim andlega.
Sem er kannski meira mál fyrir okkur að takast á við ,þegar slæmu fréttirnar herja á okkur.
Margir falla niður í svartnættið, en aðrir reyna að krafsa í bjarghringinn og komast lengra og jafnvel ná bata fyrir elju og bjartsýni.
Við erum misjöfn að guði gerð í baráttunni við hið óumflýanlega mörg hver en samt eins og á er minnst hér á undan eru svo ótrúlega margir sem komast útúr þessum vítahring með baráttuna að vopni og hafa oftar en ekki betur. Og það er yndisleg tilfinning. Sigur er unninn...allavega í bili.
Þó svo við vitum öll í undirmeðvitundinni hvert við stefnum að lokum er það eitthvað sem við erum ekki að velta okkur uppúr frá degi til dags. Enda væri það erfitt fyrir alla
að vera sífellt að velta sér upp úr því sem við komumst ekki hjá að endingu og það er að deyja.
En öll vonum við innst við hjartarætur að verða bara gömul og þurfa ekki að horfa á eftir börnum okkar á undan okkur.
Þannig á það að vera í mínum huga að sá elsti fer fyrst og svo koll af kolli...annað er ekki rétt, þó svo við eða ég geti ekki ráðið ferðinni. Og oftar en ekki finnst okkur valið á stundum vera svo hræðilega ósanngjarnt.
Ég segi valið, vegna þess að okkur er skapaður ákveðinn tími á þessu blessaða jarðríki og sem betur fer vitum við sem minnst um það hvenær okkar tími kemur og það er gott.
Því segi ég...elskum hverja einustu mínútu..hverja klukkustund og hvern einasta dag að morgni hvers nýs dags og þökkum fyrir að fá að njóta þess yndis að fá að vakna og njóta samveru við okkar yndislegu fjölskyldu og vini á hverjum einasta degi.
Fá að horfa framan í ástvini sína...börnin sín...... Dagurinn á morgun gæti skipt sköpum.
það er ekki sjálfgefið að dagurinn á morgun verði gleðidagur...hann gæti breyst í sorg.
Í huga mér er ljóð sem ég lærði fyrir mörgum árum síðan og veit því miður ekki hver er höfundurinn og yrði mikið ánægð að vita nafn þess snilling sen koma fram með þessa annars dásamlegu visku.
Dýpsta sæla, sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Þetta ljóð segir svo margt í þessu yndislega erindi og þarf ekki fleirri orð um það.
Kannski eru margir að undra sig á þessum skrifum mínum og hugsa hvort eitthvað sé að angra mig í þessum skrifuðu orðum...jú vissulega er margt sem fer gegnum huga minn þessa dagana en það er enginn sem ég veit um í minni fjölskyldu að kveðja í bili en faðir minn er með krabbamein og var að koma úr 3ju aðgerðinni í gær. Ég heimsótti þann gamla í gær á Landspítalann nýkominn úr vöknun.
Og við Ása mín og Sunna litla sátum hjá honum í góðu spjalli á annan tíma. Hann var bara nokkuð hress kallinn enda vel verkjastilltur. Við spjölluðum um heima og geyma og svo spjölluðum við heillengi um gosið og ýmislegt því tengt. Gamli fór á flug og sagði okkur ýmsar sögur af Ása í bæ og sögu af því þegar hann var á sjó hjá Binna frænda okkar í Gröf (en mamma ,pabba var ein af systrum Binna gamla) og sagði okkur sögu af því þegar Binni seldi Ása hann pabba minn fyrir XXXX
því hann vantaði mann um borð í sitt fley og var þetta fyrst og fremst vinargreiði að hálfu Binna en pabbi sagðist aldrei á æfinni hafa þurft að vinna eins mikið og um borð hjá Ása á þessum tíma. En Ási var maður sem stóð við sitt og pabbi fékk alltaf útborgað hjá kallinum þrátt fyrir erfiðleika.
Ég sagði pabba söguna af Ása þegar hann kom inn í tjald til okkar eina þjóðhátíðina og byrjaði að
syngja lag sem við mörg hver þekktum ekki og kunnum ekki nema kannski einn fyrir utan Ása.
og Ási sem var mikilll gleðimaður vildi endilega kenna mér ungri drósinni að syngja þetta lag með honum, Því honum fannst ég syngja svo vel.
Hann stendur upp og segir við mig komdu með mér upp í brekku.. ég ætla að kenna þér þetta lag svo við getum sungið það saman fyrir fólkið í tjaldinu.
Ég fór með gamla uppí brekku og þar söng hann lagið fyir mig án undirspils og hætti ekki fyrr en ég gat sungið með honum..enda var ég fljót að læra lög.
Svo birtumst við, ég og skáldið í tjaldinu og hann tók upp gítarinn og tilkynnti að við tvö ætluðum að spila og syngja þetta einstaka lag fyrir tjaldbúana "Herjólfsdalur orðinn eins og nýr "
Hann var svo glaður og ánægður með mig þarna á þessari stundu að hann táraðist og margkyssti mig á kinnina fyrir sönginn og hann áritaði sönghefti sem voru eingöngu hans ljóð og lög mér til mikillar ánægju sem ég geymi í gullkistunni minni. Í minningunni fengum við algert hljóð á meðan á söngnum stóð og mikið klapp í lokin....... Pabbi sagði að Ási hefði oft komið að Hvoli í gamla daga og spilað og sungið fyrir okkur..á góðum stundum...þó svo ég muni ekki endilega eftir því.
Æ...það er svo gaman að detta af og til inn í fortíðina og sérstaklega þegar um góðar minningar er að ræða. Og pabbi kann margar sögur af sinni sjóvertíð hjá Binna gamla í Gröf og fleirrum góðum skipstjórum og mér finnst alltaf gaman að hlusta á þessar sögur.
Enda hefur oft verið erfitt að sjá fyrir stófjölskyldum á þessum tíma ...Ég elst og svo þríburarnir einu ári yngri og svo Inga. Elfa kom í Surtseyjargosinu 63'..... Freyr bróðir kom ekki fyrr en í Heimaeyjargosinu 73'...... Ekta gosbörn ha..ha...
Svona er nú það...bara smá pælingar í gangi og gaman að minnast....
Eigið góðan og gleðiríkan dag.
Kær kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Já þetta ljóð hans Ása er með þeim fegurri sem hann orti og lagið er yndislegt
Það hefur ekki verið leiðinlegt trúi ég að sitja upp í brekku með skáldinu og syngja með honum þennan brag
Takk fyrir að deila þessu með oss
fyrir það færðu koss.........frá oss
Helena, 19.4.2009 kl. 05:33
Takk fyrir þetta, já gammli tíminn er svo heillandi. Við þurfum endilega sitja að morgni úti á palli með kaffibolla og tala um fortíðina, þegar að við komum næst í heimsókn
Keðja úr Hafnarfirði.
David (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.