22.4.2009 | 12:19
Rólegur á rigningunni.......
Í gær var þetta líka yndislega veður og kom í mann
smávegis sumarfýlingur........ þ.e.a.s okkur fjórfættlingana í
Kollukoti. Svo við Ninja makinduðum okkur í sólinni
úti á palli Og mamma gaf okkur smávegis harðfisk
til að japla á hérna fyrir utan.
Svo bara þegar maður vaknaði í morgun þá var bara
ausandi rigning svo maður fór nú ekki mjög langt til að pissa..ég þoli ekki svona rigningu og vitlaust veður.
Maður verður alveg hundblautur....ahhhh það er miklu betra að liggja uppí sófa og slappa bara af...
Vonandi verður betra veður á morgun...því það er svo gaman að vera úti í sólskininu með Ninju og
teygja alveg rosalega úr sér og láta sólina sleikja sig og enn meira gaman þegar Leó bróðir
kemur í heimsókn...þá er sko fjör
Annars heiti ég Aríes og bý í Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.