Taktu á móti mér þegar.....

Sigríður Friðriksdóttir, föðuramma mín og systir Binna í GröfElísabet Sigríður Friðriksdóttir     In memoriam/ í minningu hennar.

Fædd 02.10 1905/ látin 21.04 1985

Grafin við hlið afa míns og eiginmanns hennar Sigurjóns Halldórssonar  í Fossvogskirkjugarði  í Kópavogi.

Skrifað 1985 eftir hennar fráfall af mér sonardóttur hennar sem dvaldi öll sumur hjá henni frá 5 ára aldri til 11 ára aldurs ef ekki aðeins lengur Heart.

Og skrifin eru þau nákvæmlegu sömu og engu breytt frá því þau voru rituð í fyrsta skipti:

 í þína minningu elsku amma mín...

Öll elskum við einhvern eða þykir óstjórnlega vænt um einstaka persónu í lífi okkar. Mig langar til að segja frá ömmu minni. Ég átti tvær, einstaklega góðar ömmur en önnur þeirra átti svo sterk ítök í mér allt frá barnsaldri  og ég sakna hennar mikið síðan hún dó. Ég sjálf á heima í kaupstað við sjávarsíðuna en amma mín bjó fyrir sunnan eins og það er kallað.

Allt frá 5 ára aldri til 11 ára aldurs fór ég til hennar á hverju einasta sumri. Hún var yndisleg manneskja, brosmild, lágvaxin með kolsvart hár sem hún greiddi alltaf upp. Hún átti ellefu börn sem öll eru lifandi enn þann dag í dag .

Þessi amma mín var dugnaðarforkur. ein af þessum ömmum sem aldrei féll verk úr hendi,ein af þessum ömmum sem alltaf var að baka. Það var sannarlega freistandi fyrir litla telpu að koma í eldhúsið hennar ömmu til að fá nýbakaðar kleinur og nýlagað kaffi. Enda bjó hún til þær bestu kleinur sem ég hef smakkað á æfi minni.Ég held að ég hafi verið tólf eða þrettán ára þegar amma fluttist í borgina en þá hafði hún misst eiginmann sinn úr heilablóðfalli. Hann var fluttur til Kaupmannahafnar en hann lést eftir stutta legu.

Nú var hún orðin ekkja í stórborginni Reykjavík. Þar eignaðist hún íbúð á Bergþórugötunni í þrílyfti gömlu húsi á fyrstu hæðinni. Húsið var svo sem ekki upp á marga fiska en íbúðin...heimilið sem sem hún útbjó, var bæði skrautlegt og síðast en ekki síst....hlýlegt. 

Þar fann maður sig svo innilega velkomin . Hún var ekta blómakona, allt lifði og dafnaði í höndum þessarar konu.

Allt sem hún tók sér fyrir hendur  var gert af nýtni og sparsemi, en fyrst og fremst af kærleika.

Ómarsmyndir

 

 

 

 

 

 

 Allir voru velkomnir í íbúðina hennar ömmu og ég get sagt ykkur að það var oft þröngt á þingi og þá sérstaklega síðasta virka dag hverrar viku er börn og barnabörn  fóru í innkaupaleiðangur fyrir helgina, en þá var alltaf komið við á Bergþórugötunni í kaffisopa......

það stóð ekki á þeirri gömlu, vitandi af komu þyrstra og hungraðra...dró hún fram dýrindis bakkelsi og rjúkandi kaffi og passaði alltaf vel uppá að allir fengju nóg.

það var reyndar heldur lítill vandi, því hún bakaði svo einstaklega góðar kökur .

Í öll þau skipti sem ég eða mitt fólk átti leið í borgina, tók hún alltaf svo vel á móti okkur. Og ég verð að segja að það eru fáir sem engir henni líkir.....

Mágkona mín hafði á orði eftir að hafa komið í heimsókn með mér " Mikið lifandi er þessi kona yndisleg, hún er svona...ekta amma..."  Og þar var ég henni hjartanlega sammála....

Sigurjón afi

 Svo liðu árin og ég fór sjaldnar til borgarinnar nema í einhverjum ákveðnum erindagjörðum...þar sem ég þurfti að fljúga á milli..

 

Amma flutti á Vitastíginn. Hún fór þangað ekki mjög fús en hún flæmdist í burtu af Bergþórugötunni vegna leigjandans á eftri hæðinni.

Gömul kona á ekki til endalausa þolinmæði gagnvart illgjörnu og tilllitslausu fólki svo hún ákvað að færa sig um set.

 Húsið á Vitastígnum var enn eldra hús að sjá...með bröttum stiga uppá efstu hæð en þar varð síðasta heimili hennar elsku ömmu minnar.

 

Einhvern veginn fékk ég það á tilfinninguna að henni liði ekki of vel á þessum nýja stað. Samt útbjó  hún þetta nýja heimili sitt af sömu alúð og hlýju sem alltaf áður.  Ég held að hún hafi aldrei fundið sig þarna og ég veit að það var ekki eins fjölmennt sem oftast er hún bjó á Bergþórugötunni.....

Mér fannst eins og amma hefði misst mikið af sjálfri sér er hún neyddist til að flytja búferlum á Vitastíginn.

 

Amma Siggastutta  Enda varð svo að hún bjó ekki lengi á þessum stað. Ég fékk símhringingu um að  hún hefði verið lögð inn á sjúkrahús. Það kom upp úr kafinu að hún var með æxli í höfðinu og það leið ekki langur tími þar til hún kvaddi þennan heim.......

Nú var þessi yndislega kona horfin sjónum en hún lifði sterkt í huga mér.

 

Það var komið að jarðarförinni. Ég kveið alltaf fyrir jarðarförum, samt veit ég ekki hvers vegna og reyndi að komast hjá að fara í jarðarfarir ef ég gat mögulega komist hjá því.

Ég  er afar viðkvæm gagnvart þessum athöfnum og finnst kannski einhver skömm af því að gráta fyrir framan aðra. En af hverju ætti maður að skammast sín?  í kirkjunni er einmitt sá staður þar sem maður má og getur úthelt hjarta sínu en kannski er maður oft að harka af sér..annarra vegna en grætur svo í einrúmi þegar enginn sér...

 Við barnabörnin hennar ömmu..þau elstu sex... fengum þann heiður að vera líkmenn...þrjár kvenkyns og þrír karlkyns. Ég var elsta barnabarnið hennar og ég var glöð í  sorgmæddu hjarta mínu að fá að bera mína elskuðu ömmu síðasta spölinn.

Við sátum hljóð í sætum okkar í kirkjunni. Kistan var fagurlega skreytt blómum.

Þarna lá hún hún amma mín..sú besta manneskja sem ég hafði kynnst á lífsleiðinni og ég vissi líka að henni þótti mikið vænt um mig. Enda lét hún mig alltaf finna það allan tímann er leiðir okkar lágu saman.

Hvað mig langaði að gráta sem ég sat þarna á bekknum. Það var stór kökkur í hálsinum á mér og hjarta mitt var að springa af sorg og söknuði eftir þessari manneskju sem hafði verið mér svo góð......

Ég fékk reyndar heillaráð áður en ég fór til kirkju " Þú þarft ekki að gráta þessa konu..hugsaðu heldur um allt sem þessi kona var"...jú það var mikið til í því.

Einmitt þess vegna  var ég að springa..einmitt vegna þess ,sem hún var..þess vegna syrgði ég hana elsku ömmu mína  og grét....

Ég bar henni kveðjur frá móður minni í hljóði en móðir mín og faðir voru skilin mörgum árum áður. en ég veit að móður minni þótti mikið vænt um gömlu konuna.....

Sigríður Friðriksdóttir ásamt barnahópnumAthöfnin byrjaði og auðvitað var ekkert nema gott um þessa einstöku manneskju að segja, sem lá þarna í fagurlega skreyttri kistunni...bíðandi eftir að fá hinstu hvíld við hlið eiginmanns sín og afa míns...

 

Við barnabörnin  stóðum við sitthvora hlið kistunnar og hægum skrefum bárum við ömmu okkar elskuðu, eftir kirkjugólfinu, út fyrir, niður tröppurnar og síðan inn í likbílinn sem ók ofurhægt á leiðarenda.....

Og við syrgjendur á eftir..þögull hópur eftirlifenda.

Kistan var lögð ofan á gröfina og við gengum hvert fyrir sig og signdum yfir kistuna.

" Vertu sæl, elsku amma mín .... Viltu, þegar ég fer héðan einhvern tíma...viltu  þá taka á móti mér"

Guð varðveiti þig elsku amma mín..ég skal aldrei gleyma þér .....

Þessar hugsanir og óskir flugu gegn um huga minn er ég stóð við gröf ömmu minnar þennan minnisstæða dag og kvaddi hana í hinsta sinn

 

sólarlag Síðan eru liðin mörg ár...en í þau skipti sem ég fer "suður"

 er efst í huga mér KONAN BROSMILDA...SMÁVAXNA MEÐ SVARTA HÁRIÐ sem bjó á Bergþórugötunni ..því þar hafði hún lagt sál sína í að gera heimili sitt opið okkur öllum...sem þótti svo undur vænt um hana..

Guð blessi minningu þína elsku amma mín...  og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og gerðir mig að betri manneskju fyrir það eitt að fá að ferðast með þér meðan þú lifðir....þú átt hjartA MITT AÐ EILIFU....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Harpa mín!

Mikið ofboðslega er þetta fallegt sem þú skrifar um hana ömmu þína, hún hefur greinilega verið alveg yndisleg manneskja, fágæt perla.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk innilega fyrir Ásdís mín..

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 23.8.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Kæru frændur og frænkur sem komið til með að lesa það sem er skrifað á þessa heimasíðu mína... Ég man eftir nokkrum skiptum þegar amma og Fanney systir hennar ákváðu að fara í búðarráp niður Laugarveginn og ég held að ég kornung manneskjan hafi aldrey á æfinni verið eins þreytt og í þau skipti.. Þær klæddu sig alltaf vel upp..stífmálaðr varir og ekki mátti nú gleyma pelsinum þrátt fyrir næstum 15¨hita . Ég í miðjunni og þær tvær við sitthvora hlið mér og stungu handleggjum sínum á mina og greinilega ,er ég hugsa um þetta núna ,hef ég verið þeirra boddýguard á þessum tíma

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 23.8.2009 kl. 13:07

4 identicon

Var nú einhverntímann búin að fá að lesa þetta hjá þér.

Gott að þú skyldir finna þetta aftur, þetta var fallega mælt um ömmu-stuttu

Helena (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 17:41

5 identicon

Mikið er þetta fallegt hjá þér eins og talað úr mínu hjarta, áttu þetta á blaði þætti gaman ef þú værir til í að senda mér eintak

Kv, Raggý

Ragnheiður Edda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæra bloggvinkona. Fallega skrifar þú um ömmu þína. Myndin af henni með barnahópinn vekur hjá mér gamlar minningar. Ég sé að ég "kannast"þar við fleiri en pabba þinn og Rabba. Og svona hálfgert PS:"það var ljúft að koma heim í dag"

Ólafur Ragnarsson, 25.8.2009 kl. 19:59

7 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Sæl frænka.Mikið er þetta fallegt að lesa og svo akkúrat lýsingin á ömmu okkar.Veistu Harpa....ég man eftir þessum innkaupaleiðöngrum hjá þeim systrum, ég fór einhvertíma með í slíka ferð þegar ég var í heimsókn hjá ömmu.Fyrir sveita stelpuna mig var þetta alveg einstök upplifun, þær voru svo virðulegar og flottar, alveg ógleymanlegt.Já við elskuðum öll hana ömmu okkar enda var hún alveg einstök manneskja

Agnes Ólöf Thorarensen, 2.9.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband