Í bankanum....;)

Maður kemur inn í banka og eftir að hafa beðið í röð í tuttugu mínútur án þess að hafa þokast nokkuð áfram að ráði fer hann til þjónustufulltrúa og segir, "heyrðu kelling, ég er með ávísun sem að ég þarf að leggja inn, en það fucking kemur ekki til mála að ég bíði eina helvítis mínútu í viðbót í þessari andskotans röð.""Heyrðu nú mig," segir þjónustufulltrúinn, "ég líð ekki svona munnsöfnuð hérna í þessum banka.""Jæja fyrirgefðu, en þessi djöfulsins ávísun er ekki að fá neina helvítis vexti á meðan einhver frussutussa eins og þú röflar yfir því hvernig ég tala.""Herra minn, ég þarf ekki að sitja undir svona svívirðingum.""Jæja kallaðu þá bara í helvítis bankastjórann, ég meina hvaða fucking kjaftæði er þetta eiginlega?"Bankastjórinn er kallaður til og spyr þegar að hann kemur, "hvað virðist vera vandamálið?"Konan segir, "þessi maður eis yfir mig svívirðingunum og ég vil bara ekki þurfa að sitja undir þessu."Þá segir maðurinn, "Hey, það eina sem ég þarf að gerahér í þessum djöfulsins skíta banka er að leggja inn þessa 500 milljón króna helvítis ávísun."Bankastjórinn lítur á ávísunina og svo á manninn og segir, "og þessi helvítis tík vill ekki hjálpa þér......

Einn góður...:)

Einu sinni fóru Íslensk hjón í helgarferð til London. Þau fengu fallegt herbergi á þokkalegu hóteli en þegar þau komu inn á baðherbergið sáu þau að það var enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákváðu því að skrúfa nokkra króka í vegginn, en vildu nú fyrst biðjaum leyfi til þess hjá húsverðinum. Á meðan karlinn stökk út í næstu verslun til að kaupa króka hringdi eiginkonan í húsvörðinn. Hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunar því svona.*Konan:* Jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotel djanitor..plís ?*Bryti:* Yes, hold on one moment.*Konan:* Þeinkjú.Eftir smá bið*Húsvörður:* Yes hello?*Konan:* Jess, is ðiss ðe djanitor?*Húsvörður:* Yes mem, I am the janitor, how can i help you?*Konan:* Jess......Æ was wondering iff its okei for mæ hösband tú skrú som húkkers in ár baþrúm?????

Vorið er að koma...;)

Æ..hvað það er gaman að sjá trén í garðinum þessa stundina. Þau eru byrjuð að laufga og grasið að grænka. Og ekki verður langt í að sólin fer að skína sem aldrei fyrr. Og þá er bara að ná í sólstólana og borðið og ekki má gleyma grillinu sem bíður spennt eftir að komast í notkun eftir að lúra í bílskúrnum í allan vetur...Tounge

Svo styttis í að ná sér í falleg útiblóm sem gleðja augað allt sumarið ...Grin og auðvitað að gera eitthvað sniðugt í garðinum. Yndislegt að dúlla sér á heitum sumardegi úti við, léttklæddur og sólbrúnn. Brúnin léttist á mörgum á slíkum degi og fólk er glaðara í bragði...brosir meira....ahhh... ég hlakka til þessara yndislegu daga sem eru rétt handann við hornið...Wink

Blómarósin írenaMæðgur Á skansinumÓmarsmyndir

 


Eldgosið í Eyjafjallajökli

Ösku- bakkinn bak við Bjarnarey var hrikalegur í gær....datt í hug atriði úr myndinni Dantes Peak sem er bandarísk eldgosamynd..allrosaleg..W00t vorkenni bara fólkinu sem býr á þessu svæði og sér ekki út úr augum vegna öskunnar enda verður dimmt sem á nóttu við svona skilyrði......

dsc_0055_982395.jpgdsc_0054.jpg


Óhugguleg mynd

Þessi mynd er vægast sagt ansi óhugguleg sem tekin er af Eyjafjallajökli. Maður  getur rétt ýmindað sér, öskrin í í þessu óargadýri og fnykurinn  er vafalaust óbærilegur er það spýr úr sér eldi og brennisteini.Og sendir hverja vatnsspýjuna á fætur annarri yfir tún og vegi, fyllta klakaruðningi...djofsi_sjalfur.jpg

Kvöldljóð til Bjarnareyjar (ort í 19.maí 1987)

Hún rís upp úr djúpinu fögur sem mær

með kollinn sinn döggvaðann tárum.

Kvöldsólin roða á bjargveggi slær

sem glitofnum sunnuþráðum. 

 

Frá bjarginu berast fuglanna hljóð

ná eyrum hvers manns sem þar gistir.

Bjarnarey syngur sín vögguljóð

er röðullinn eyjunna kyssir.

 

Hún vaggar þeim þreyttu sem klifu þar bjarg

í faðmi sér fuglana geymir.

Í húminu þagnar allt fuglanna garg

er draumgyðjan svefninn þeim veitir.

 

(höf. Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir) þetta ljóð var gefið innrammað er veiðihúsið í Eynni var vígt) 

_dsc0021_fhdr.jpg

 

 Mynd Ómar Eðvaldsson


Draumur (ort í maí 1979)

"Sérðu blómið ég fann það í dag

þú mátt eiga það, mamma

blómið sem fann ég í dag".

 

Ég reikaði ein og golan var hlý

lagðist í grasið og horfði á ský

fannhvít svo dúnmjúk og létt

mig langaði að taka á sprett 

og þeysa á því um draumfagran himinn.

Ég lá þarna lengi og lét mig dreyma

hugsaði um þig sem beiðst mín heima.

Er snéri ég höfðinu, þá sá ég blómið

svo ungt svo fagurt og frítt.

Ég strauk því við vangann

og teygaði angann

ilminn af sumri og grasi. 

(höf. KHK) 

clip_image002_959668.jpg

 


Gleðilega páska..:)

Ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra páska. Það styttist í vorið hjá okkur og í augnablikinu er yndislegt veður hérna í Eyjum sól og blíða en dálítið kalt...hlakka til heitra sumardaga...Grin og ekkert að því að láta sig dreyma.....WinkÉg á yndislegum stað

Góð helgi...,)

Við fengum Sunnu litlu í heimsókn um helgina og það var yndislegt að dúllast með henni...Grin
dsc_0005_970888.jpg

Ánægð með daginn í gær 6 mars 2010...;)

Ég er ánægð  með daginn í gær og sátt við að hafa fengið að hafa mína skoðun og haft áhrif á gang mála. Og  ég er stolt yfir að tilheyra INDEFENS /til varnar ÍSLANDI-hópnum sem kom svo sínum kröfum áfram til forseta Íslands og hann tók mark á kröfum okkar...Smile

Og í gær laugardaginn 6 mars fengum við þjóðin..fólkið í landinu að velja milli feigs og ófeigs og það er vel....Smile

Ég er mjög ánægð að hafa svona mann sem forseta sem tekur mark á vilja þjóðarinnar en ekki einhverjum 63 hræðum sem þykjast vera að stjórna landinu og hefur tekist illa að ráða við aðstæður. Einblína á skuldir  til erlendra aðilla á meðan þjóðinni þeirra "blæðir út".

 Ég vil þessa ríkisstjórn burtu og vil fá að velja menn og málefni "hvaðan svo sem þeir koma úr hinum svokallaða pólitíska geira". 

Bara til þess eins að velja menn og málefni sem koma okkur..þjóðinni í landinu til góða og rífa okkur uppúr þessum þunglyndisdvala sem tröllríður öllu ... og með okkar hjálp..okkar fólkinu í landinu.

Ég vil ekki lengur heyra þessa sífelldu bábylju sem hefur sært eyru okkar landsmanna dag eftir dag  og er löngu komin með upp í kok af  og þessari blessuðu ríkisstjórn/óstjórn....

Ég vil nýja sýn á landið mitt..ég vil fólk sem ég get treyst fyrir framtíð barnanna minna og barnabarna og jafnvel barnabarnabarna...

Ég vil ekki setja þau í hlekki skuldaklafa einstakra manna sem hafa farið með landið okkar eins sorptunnu... allavega skyldu þeir okkur þjóð sína eftir...þannig og það er dapurt....

Og nú stöndum við frammi fyrir því "Jón og Gunna" venjulegir íslenskir ríkisborgarar að þurfa að opna okkar götóttu vasana  og reyna að finna einhverja leið til að borga Hollendingum og Bretum samt sem áður. Jú ríkisstjórnin segist vera með betri samninga í höndunum í dag..En það væri fróðlegt að heyra í hvaða skuldaklafa "samt sem áður" ríkisstjórnin er að setja okkur í...

Ég mæli með að forseti vor Ólafur Ragnar (með mikilli virðingu) upplýsi okkur fólkið í landinu hversu "góðir " þessir samningar eru og um leið fáum við enn og aftur að láta okkar álit skína frammi fyrir stórþjóðunum Bretlandi og Hollandi. Við vorum seintekin í þorskastríðinu en við höfðum okkar fram, ekki satt....?

Þó svo við verðum að bakka aðeins um stundarsakir  og verða sjálfum okkur nóg um tíma ..hvað er að því?

Ekkert..nákvæmlega ekkert að því.....lítum okkur nær og verndum okkar  land...hjálpumst að við að reisa landið upp úr þessari ösku sem brunaliðið skyldi eftir (svo kallaðir útrásarvíkingar en kýs að kalla þá glæpamenn)

Hversu hátt Hollendingar og Bretar öskra...leyfum þeim að öskra..W00t

En ég veit, að þetta er aðallega hinn almenni borgari þessara ríkja sem situr við það borð að fá ekkert á diskinn sinn..

En ef við Íslendingar eigum ekki einu sinni disk...hvað eigum VIÐ þá að gera...? 

Ég trúi því ekki að óreyndu að eitthvað verði bara samþykkt án vitneskju (okkar fólksins í landinu)"sem þurfum svo að borga allt  á endanum" ....

Ég trúi því ekki... að það verði ekki reynt að ná í rassgatið á þessum mönnum sem settu landið í þær ógöngur sem við erum í, í dag...ekki að óreyndu..... 

En ég vil trúa því, að við komumst heil útúr þessu en stóra spurningin er hvenær?

Mér líst reyndar ekki vel á framtíðina næstu 3-4 árin og sé fyrir mér stórfelldann niðurskurð hjá fólkinu í landinu....enda eru það alltaf "við " sem þurfum að borga brúsann þegar upp er staðið og fólkinu er að fækka..það flýr landið vegna þessarar óstjórnar.....og skattanna..Crying

Hversu þolinmóð getum við verið..ég bara spyr...? Við getum í dag ekki einu sinni reynt að afla aukatekna vegna þess að þá kemur skatturinn inn í dæmið og tekur það frá okkur sem við ..þó svo við værum að reyna að gera eitthvað til að getað greitt reikninga heimilisins...Nei það er ekki lengur eitthvað til að fara í ,eins og í denn....

Vertíð..sem gefur vissulega aukapening í budduna er ekki lengur eftirsóknarvert því þá þarftu að borga hærri skatta...og þessi vertíð er kannski, ef vel gengur í 2- 3 mánuði á ári..... 

Hver vill vinna meira en þarf ,ef þú ert að borga miklu meira af tekjunum sem þú ert svo sannanlega að reyna að gera til að getað greitt lánin þín...sem stöðugt hækka..hmmmm...Frown 

 

Þetta er ömurlegt að horfa uppá.. enda viljum við öll standa við okkar skuldbindingar en okkur er leiðin ekki gerð greiðfær... í kjölfarið á þessu fjandans ICESAVE máli......

Ég veit að það eru einstakir aðilar sem eiga sitt á þurru og það er bara fínt og skulda engum neitt og það er enn betra. En stór hluti fólksins í landinu er í hrikalegum aðstæðum og þið afsakið mig þegar ég segi eftirfarandi: Það er verið að styðja við fólk utan úr heimi (sem ég hef fullann skilning á  enda nutum við Eyjamenn stuðnings frá ýmsum þjóðum vegna Heimaeyjargossins)

Þá er ég að tala um jafnvel árlega styrki til þjóða sem eru í krísu...en þá segi ég bara "Maður líttu þér nær" hvernig væri að snúa sér að sínum og bjarga því sem bjargað verður..?

Nei..það er engin fátækt á ÍSLANDI.....nei einmitt ...þ.e.a.s ef þú hugsar þannig.Sleeping

Hvar hefur þú þá verið ef þú kannast ekki við þetta orð "fátækt á Íslandi" og ástandið versnar stöðugt því ríkistjórnin er fötluð og horfir aðeins í eina átt..til Hollendinga og Breta,,,en ekki til okkar fólksins síns í landinu sem er að blæða út mörgum hverjum eins og ég hef áður nefnt...... 

Mér þykir leitt að draga upp þessa dökku mynd en því miður er hún sönn..

Við sjáum og heyrum af Jóni og Gunnu sem eru að missa allt sitt og eru jafnvel að fara í burtu frá þessu okkar  annars elskaða landi..þvert ofan í það sem þau vildu..af hverju? Spurjið þessa svokölluðu ríkisstjórn.... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband