Takk fyrir gamla árið elskurnar :)

Alltaf verður maður jafn hissa..árið 2015 bara alveg að vera búið. Dagarnir,vikurnar og mánuðirnir hafa barasta lappað framhjá og ekki einu sinni sagt bless við mann kiss
Árið mitt hefur verið svona þokkalegt..ekki hægt að segja annað. Heilsan upp og niður..stundum meira niður en svo koma auðvitað fullt af æðislegum og skemmtilegum dögum.
Skemmtilegast finnst mér að hafa haft tækifæri að hitta alla krakkana okkar Ómars og barnabörnin. Það dettur í okkur stundum að leggjast í smá sjómennsku yfir hafið og langbest er þegar við komumst í Landeyjahöfn enda fallegt um að litast á leiðinni sérstaklega á sumrin.
Við fórum jú í útilegu /tjaldútilegu í sumar sem var bara gaman en fj... gat nú verið nú kalt og ég held við höfum aldrei verið fegnari að komast til tengdó norður á Akureyri og fá að gista hjá þeim. Við erum jú aðeins eldri en fimmtíu ára og svona kuldi ekki alveg að gera sig enda virðist maður eftir að eldast, ekki þola kulda eins vel og áður..hahahahaha :) 
Eitt sinn tjölduðum við í rjóðri á Þingvöllum vorum þar alein. Bóndinn grillaði og drukkinn bjór með matnum.
Sátum lengi fram eftir kvöldinu í einstakri blíðu og spjalli, hlustandi á fallega tónlist úr ferðaútvarpinu ohhh.. þetta var svooo.. rómó :)
Svo var kominn tími til að leggjast og hvíla sig fyrir næsta dag en við ætluðum bara að dóla þetta í rólegheitunum.
Ég vaknaði upp með hrikalegan hjartslátt því mér var svo brugðið. Ég heyrði að bóndinn stundi hátt og æjaði og svei mér þá ég hélt bara að maðurinn væri að fá hjartaáfall eða eitthvað. Hann var eitthvað að brölta í lágvöxnu tjaldinu og stundi þessi lifandis ósköp. "Hvað er að" spurði ég er ekki allt í lagi ?
Þá kom svakaleg stuna..hann var að reyna að skríða út úr svefntjaldinu og átti  í einhverjum erfiðleikum með rennilásinn. "Ég er bara alveg að pissa í mig" sagði hann þá ! "Ert'ekki að grínast..ég hélt það væri eitthvað að þér" sagði ég og auðvitað aldrei meira glaðvakandi eftir að hjartað var næstum búið að hoppa út úr brjóstinu því mér brá svo við stunurnar í honum.
Já takk og klukkan já, fj...klukkan var ekki nema 5 að morgni.
"Viltu ekki reyna að sofna aftur" spurði hann. "Sofna.. hvernig í ósköpunum á ég að geta það eftir að þú hræddir næstum líftóruna úr mér" !
Svo það var bara farið í að taka niður tjaldið og öllu pakkað saman sem því fylgdi og ekið í rólegheitum á næsta áfangastað. Enda hjartað löngu farið að slá eðlilega og ég búin að fyrirgefa honum að hann þurfti bara að pissa..hahahaha :)
Svo er það frænkuhittingurinn á árinu en við bæði systur,mæðgur og frænkur höfum gefið okkur þá gjöf að hittast einu x í viku og þá á fimmtudögum. Þessi hittingur er eitt það besta á árinu. Spjallið,gamanið og ómældur hlátur hefur fyllt þá veitingastaði og kaffihús þar sem við höfum komið saman enda hláturmildar með eindæmum og hlægjum hátt..eins og við séum einar í heiminum ..hahahaahhahahha :) Það hefur oft verið mikið fjör og virkilega gaman að hittast svona sem hefur gert það að verkum að þessi hittingur er orðinn okkur ómissandi hluti af lífi okkar allra <3 Takk elskurnar mínar fyrir frábært ár <3
Síðasta ferðalag okkar gamla settsins á árinu var að fara í jólakaffi á Selfoss á annan í jólum að hitta krakkana og barnabörnin sem búa upp á Íslandi. Við fórum að morgni annars í jólum og til baka um kvöldið með snekkjunni okkar eyjamanna, Herjólfi. Það var virkilega gaman að hitta þau en það vantaði eina litla ömmudís og ég saknaði hennar en hún verður um áramótin hjá pabba sínum,syni mínum á Selfossi þar sem við hittumst öll í jólakaffinu. Takk fyrir samveruna elskurnar okkar <3
Nú þar sem fer að styttast í gamársadag sem er jú á morgun þá munum við gamla settið dvelja í góðu yfirlæti hjá elstu dóttur minni og hennar fjölskyldu og ég hlakka mikið til að snæða kalkúninn hennar enda listakokkur af lífi og sál (eins og mamma sín hahahha )
Hér áður eða fyrir 2 gamlárskvöldum síðan minnir mig sá ég alltaf um að elda kalkúninn og hún eldaði eitthvað gott fyrir þá /þann sem ekki borðaði kalkún ;) Nú er búið að snúa þessu við og miðað við það sem fjölskyldumeðlimir hafa sagt mér þá er kalkúnninn hennar enn betri en minn Hún setur hann í einhvern pækil sem ég hef aldrei prófað svo ég hlakka mikið til og svo er hún einstaklega góð í sósunum alveg rosalega bragðgóðar afsakið...ég slefaði á lyklaborðið hahahahaha :)
Alltaf gaman á Smaró hjá Helenu og Geir á gamlárskvöld og það hefur verið siður að spila einhverja leiki fram að skaupinu og oft mikið hlegið og gantast með ljúfum veigum.

Jæja elskurnar mínar,fjölskylda og vinir nær og fjær.

Hér er uppskrift að nýju ári:
Skiptið mánuðunum í 30 jafnstóra bita
Forðist að baka alla bitana í einu
Bætið við hvern dag:
Hugrekki
Kærleika
Vinnu
Umburðarlyndi
Sjálfsvirðingu
þolgæði
Von
Hvíld
Bætið síðan við:
Gleði og smá skvettu af fíflagangi
Leikgleði og góðum skammt af kímni

Kær kveðja úr Kollukoti <3




Hópmynd 3



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband