Dag skal að kveldi lofa.. að morgni nýjum degi fagnað :)

Kristín Ester Sigurðardóttir frá Vatnsdal lést aðeins 49 ára gömul eftir erfið veikindi.
Móðir mín Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal lést aðeins 59 ára gömul eftir erfið veikindi.
Anna Ísfold Kolbeins og Sigríðardóttir ein af þríburunum og systir mín lést eftir erfið veikindi aðeins rétt rúmlega 60 ára gömul.


Ég á mér örlitla stund meðan ég skrifa þessar setningar

um leið og ég minnist þeirra þriggja ,yndislegar manneskjur sem höfðu allar sem ein mikil áhrif á mitt líf..allt frá æsku fram á þennan dag. Ég skal fúslega viðurkenna að ég var ofboðslega hrædd um að mitt líf myndi enda  mögulega..kannski örlítið lengur en líf mömmu eins og ég nefndi hér að ofan aðeins 59 ára því einhvernvegin fannst mér að ég yrði ekki mikið eldri en mamma og ég þyrfti að yfirgefa fjölskyldu mína að eilífu og það fannst mér svo ömurleg tilhugsun að ég grét þegar enginn sá og varð oft afar döpur þegar þessi tilfinning komst upp á yfirborðið.
Því þær þrjár voru allt of ungar þegar þær þurftu að yfirgefa okkur ástvini sína  á jarðríki og ég er því þeim mun þakklátari fyrir hvern þann dag sem lífið gefur mér. 
Ég á yndislega fjölskyldu manninn minn elskulegan ásamt hans hlýju og góðu foreldrum,börnin mín og barnabörn,tengdabörn,allavega eitt stjúpbarn af þremur sem þykir vænt um mig. Maður getur víst ekki verið allra og það þykir mér leitt en svona er bara blessað lífið þó svo mér hafi sárnað á tímabili en ég er allavega komin yfir þetta og tek lífinu eins og það gefur mér.  
En í dag er afmælisdagurinn minn ég fæddist að sögn móður minnar heitinnar níu mínútur yfir miðnætti aðfaranótt þess 10 febrúar 1954 svo ég er fædd enn og aftur og aðeins eldri en í gær og ég finn ekki nokkurn mun..nema kanski elskan mín vaknar í fyrramálið með eina eldgamla við hlið sér hahahaha.. laughing
Hann er nú sjö árum yngri en ég þessi elska og hann valdi mig..hvað get ég sagt wink 
Jæja best að hætta að vera með einhvern gorgeir og óumræðilega leiðinlegt mont af mér og mínum en...mér þykir óskaplega vænt um fjölskyldu mína og ekki síst vil ég nefna hinn frábæra FRÆNKUHITTING sem Inga systir startaði og nú erum við búnar að hittast í heil 3 ár  takk fyrir ...á hverjum fimmtudegi (kanski 1-4  föstudagar í stað fimmtudagas á tímabilinu) mæting hefur verið með afbrigðum góð þó svo einn og einn hafi ekki getað mætt þá eru þetta dýrmætar og góðar minningar og ekki síst vegna Önnu systur minnar sem gat verið með okkur á nokkrum hittingum og þessar minningar geymum við í hjörtum okkar.
Svo ætla ég hér með að þakka fyrir allar afmælisóskirnar mér til handa..þökk sé feisbúkk wink Þið eruð æðisleg og eigið frábæra helgi í vonda veðrinu.
Kveðja úr Kollukotikiss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband