Úr einu í annað að hætti Kollukots

Eftir dálítið hæðótta byrjun heilsufarslega séð upp úr miðjum janúar og er reyndar enn fer nú samt að sjást til sólar þó hægt fari en...hvað á maður svo sem að vera að kvarta. Best að hafa orð móður minnar í öndvegi "það er fullt af fólki sem hefur það miklu verr en ég" skal samt fúslega viðurkenna að það kom fyrir að ég gleymdi því annað slagið enda uppskar ég lungnabólgu uppúr þessari skæðu flensu og er á ansi sterkum lyfjakúr þessa dagana en þetta er að skríða saman. Ég er bara svo hrikalega óþægur sjúklingur og get helst ekki legi kyrr lengi en verð helst að hafa eitthvað fyrir stafni bara svona uppá geðheilsuna að gera,sjúkraliðinn,dóttir mín er margbúin að skamma mig og hótaði síðast að koma og setjast ofan á mig ef ég hlýddi henni ekki svo ég sagði bara : "Já..mamma" og lofaði öllu fögru ;)
Eins gott að við búum ekki saman mæðgurnar en stundum held ég að hún sjái gegnum holt og hæðir því hún virðist hafa lúmskan grun um að ég er ekki alveg að fara eftir því sem hún segir mér en ég reyni..allavega stundum.
Talandi um eitthvað skemmtilegra..sólin skín og úti er heiðblár himinn. Herjólfur gengur nú í Landeyjahöfn og er það mikil frelsistilfinning að heyra að höfnin er opin sem gefur manni tækifæri til að skreppa dagsferð og kíkja á ungana og fara á smá þvæling þegar manni dettur í hug.
Svo var ein virkilega góð frétt að þessi kona Sólveig sigraði formannskosningarnar hjá Eflingu með yfirburðum og um leið vona ég innilega að fari að fara kuldahrollur um margsitjandi rassa hjá hinum ýmsu verkalýðsfélögum þar á meðal hér í Eyjum. Því það er hægt að koma nýju fólki að en það þarf eftirfylgni,traust og trú á þeirri/þeim manneskjum sem koma með mótframboð. Það er ansi hart finnst mér miðað við það sem maður heyrir að sitjandi stjórnendur hirði bara launaseðilinn sinn um hver mánaðamót og ef þarf að inna eftir einhverju sérstöku að starfandi aðilar geti ekki svarað spurningum án þess að þurfa fyrst að hafa samband til Reykjavíkur. Ég stóð nú í þeirri trú að þeir sem fara með formennsku hjá Verkalýðnum ættu nú að vita eitt og annað og ef ekki þá lesa sig til,læra,mennta sig einmitt til að geta svarað fólki. Ég hef unnið undir stjórn reyndar 3ja kvenna sem inntu formennsku hér í bæ og þessar konur gátu alltaf,undir öllum kringumstæðum svarað spurningum sem upp voru bornar varðandi hin ýmsu lög og reglur því þær lögðu sig allar fram til að vera starfi sínu vaxnar. Sjálf hef ég innt af hendi trúnaðarstörf og verið í samninganefndum ásamt þessum konum. Og var okkar samstarf afar farsælt og ekki síst skemmtilegt.
Langaði til að henda fram einni spurningu ef einhver getur svarað henni "Ef til verkfalla kemur hvað er mikið í verkfallssjóði Drífandi Stéttarfélags ? Spyr vegna þess að einhver laug að mér(kannski ekki)að það væri enginn verkfallssjóður til hjá Drífandi..bara tómur. 
Mín skoðun er sú að það sé kominn tími á endurnýjun hjá stjórn félagins eins og hjá Eflingu. Fólk á ekki og má ekki vera þaulsetið.  Svo vona ég líka að Gylfi hjá ASÍ fari nú að kúpla sig útúr þessu hann er allt of handgenginn stjórnvöldum að mínu mati og já fleiri sem hafa sömu skoðun.  Já ég hef mínar skoðanir og er í fullum rétti með það og svo eru vafalaust aðrir sem telja þetta bara bull og þvaður í gamalli veikri kellingu sem hefur ekkert annað að gera en sitja fyrir framan tölvuna og rífa kjaft. En meðan andi bærist í brjósti mínu mun ég úthella mínum skoðunum og áliti hvar og hvenær sem er. 
Svo hafið þið það bara gott í dag og farið vel með ykkur
Kveðja úr Kollukoti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband