Hetjur Valentínusardagsins

Valentínusardagurinn var í gær 14 febrúar 2020. Dagur sem við nærfjölskyldan munum líklega aldrei gleyma né nóttinni á undan þegar eitt versta veður gekk yfir landið með miklum veðurham. Dagur ástarinnar sem hefði átt að verða ljúfur varð að tilfinningalegri,rússíbanareið í miðri orrahríðinni. Yngsta mín á leið inná sjúkrahús þennan morgun til lækninga og hafði haft vaðið fyrir neðan sig að koma sér í borgina áður óveðrið skylli á og vegum yrði lokað þar sem mætingartími hennar  á sjúkrahúsið var klukka tíu þennan morgun Valentínusardagsins 14 febrúar. Litla hundskottið hennar fór í pössun kvöldið áður á Hvolsvöll. Eitthvað vakti mig um klukkan fjögur aðfaranótt föstudagsins og þar sem ég kíkti í tölvuna sá ég að litla hundspottið var týnd á Hvolsvelli en hún hafði skotist út á milli fótanna á ungum manni og tók strauið eitthvað út í buskann. Þau reyndu að hlaupa hana uppi en það gekk ekki upp og fimm björgunarsveitarmenn hjálpuðu síðan til við leitina en urðu að hætta leit enda komið hamfaraveður og hríðarbylur. Og það hafa verið erfið og þung spor að neyðast til að fara til baka án þess að finna litla skottið. Hafi einhver verið bjartsýnn með að finna hana þarna í leitinni um kvöldið þá fóru að renna tvær grímur á alla að hún myndi finnast á lífi og yrði úti þarna um nóttina.
Að hlusta og heyra sorgina og grátinn í yngstu dóttur minni var hrikalega erfitt og þannig gekk það fram eftir degi því ekki fannst litla skottið þrátt fyrir mikla leit og við mæðgur vorum í stöðugu sambandi hún á sjúkrahúsinu og ég hér í Eyjum og já þetta var henni sérstaklega erfitt ofan á allt.  Ég ákvað að hafa samband við Björgunarsveitina á Hvolsvelli og kanna hvort þeir væru með leitarhund en svo var ekki nema einn mannanna sagði að það væri hundur þarna í þorpinu sem væri hægt að nota til leitar. Það varð úr að nota þetta ráð, fara heim til fólksins sem litla skottið átti að vera hjá og þefa af einhverju sem tilheyrði henni og skella sér síðan í leit og þetta var rétt uppúr hádegi, verð bara að koma því að hér hversu heppin við erum að eiga þetta óeigingjarna og góða fólk sem skipa björgunarsveitir landsins og þurfa að fara út í hvaða veður sem er til hjálpar og björgunar. Ekkert annað en hetjur skipa svona sveitir. Ég fékk símtal frá dóttur minni af sjúkrahúsinu þar sem hún var alveg á nippinu að fara þaðan út, út af allri óvissunni með litla skottið hennar en ég sagði við hana og bað hana að bíða aðeins því ég hefði rætt við björgunarsveitina þarna á staðnum og þeir væru farnir af stað með leitarhund. En það var erfitt að hlusta á hana gráta svona í símann og svona veika fyrir og þurfa að bíða fregna hvort litla skottið fyndist lífs eða liðið. Ég verð að segja það að ég var ekki bjartsýn þessa stundina enda liðnir c.a 18 klukkustundir frá því hún hvarf útí veðurhaminn kvöldið áður og við fjölskyldan bjuggum okkur undir það versta en vonuðum það besta. Kannski um klukkustund eða 45 mínútum efir okkar samtal hringir síminn og þá er það sonur minn  Davíð sem hafði tekið sér frí frá vinnu ásamt tengdadóttur minni  henni Drífu og á leiðinn þarna austur til leitar..kom Davíð auga á hana og hún var á lífi. Töluvert fyrir ofan veg eða í uppsveit nálægt Hvolsvelli.
Hann hafði að kalla til hennar og litla skottið kom í átt að bílnum en um leið og Davíð minn steig útúr bílnum hljóp hún undir bílinn og faldi sig. En Davíð var nú ekki alveg ráðalaus með að ná henni fram undan bílnum og talaði til hennar á svona sérstakan máta svipað og við gerum stundum við litlu börnin og viti menn hún kom undan bílnum til hans og þegar hann fékk hana í fangið þóttist hún vera Golíat og gerði sig líklega að bíta hann sem varð bara pínulítið nart enda köld og skíthrædd greyið litla eftir svaðilförina. Davíð lét hana í fangið á Drífu sinni sem vafði litla skottið í hlýja prjónaflík og hélt henni þétt upp að sér til að halda á henni hita enda skalf litla greyið svo mikið og á þeirri stundu sem Davíð hringdi í mig og sagðist hafa fundið hana, var hún steinssofandi í fanginu á Drífu. Þegar litla skinnið fannst loksins og það á lífi, fóru bara allir að gráta og ég klökknaði af gleði þegar ég fékk símtalið og gleðin leyndi sér ekki í rödd sonar míns.

Ég segi það aftur og ég segi það enn að við erum umvafin englum í mannsmynd. Besta símtal sem ég hef átt þennan dag þegar ég hringdi síðan inná sjúkrahús og bað um skilaboð til dóttur minnar að hringja í mig því ég væri með gleðifréttir. Og það leið ekki á löngu að síminn hringdi og ég held að hún hafi ekki alveg skilið hvað var í gangi því enn var sorg í grátnum en samt einhver vonarneisti og um leið og ég sagði henni að bróðir hennar hefði fundið litla skottið á lífi, hvað gráturinn breyttist í fegins og gleðitár. Hún sagði mér seinna þennan dag að hún hefði hreinlega misst fæturna undan sér og sigið niður á gólf með símann  í höndinni enda varð snögglegt spennufall hjá henni og hún ætlaði ekki að geta hætt að gráta af gleðinni sem tók yfir.
Hringdu nú í bróður þinn elskan mín sem fann hana fyrir þig. Við kvöddumst og þvílíkur léttir að geta fært henni þessa gleðifregn og það voru æði margir sem glöddust með okkur á samfélagsmiðlinum feisbúkk. 

Hvítur á leik núna og það er dóttir mín sem ætlar að koma sér á réttan kjöl í lífinu og eftir að hafa getað fært henni þessa gleðifregn gat hún farið að einbeita sér að sjálfri sér og byrja að ná bata.

Takk fyrir elsku Davíð minn og Drífa mín að hafa farið af stað  í leit og ég fer ekki ofan af því að það var "eitthvað" sem sagði ykkur að fara í þetta ferðalag.
Og takk innilega þið öll sem komuð að leitinni á einn eða annan hátt..þið eruð ómetanleg. 
Kær kveðja úr Kollukoti 
86172056_10157051591529150_6520949382664159232_o Komin í hlýjuna í fanginu á Drífu
 og vel upphituðum bílnum enda var hún fljót
 að sofna eftir að Davíð bjargaði henni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband