17.3.2020 | 04:43
Sameinuð stöndum vér..
"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" stendur einhversstaðar og þessi orð eiga vel við í dag.
Við sameinumst í dýpsta skilningi þessara orða með því að fara eftir fyrirmælum þeirra sem standa í framlínunni. Allt er gert og reynt til að forðast dauðsföll og vernda það fólk sem á undir högg að sækja.
Mér finnst samt að það þurfi að skilgreina eitt enn betur þegar talað er um fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk sem er í mestri hættu.
Það eru börn og unglingar,ungir menn og ungar konur sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ekki bara eldra fólk sem ég held því miður að margir átti sig ekki alveg á og telja jafnvel að það sé aðeins átt við eldri kynslóðina.
Þetta finnst mér skipta miklu máli að sé kýrskírt frammi fyrir alþjóð. Það er mikið í húfi fyrir fyrrnefndan hóp ekki síður fyrir okkur hin sem erum í eldri hópnum.
Þetta er það eina sem ég vil leggja áherslu á og ekki síst að á þessu verði að hamrað svo skilningurinn verði meiri fyrir alla þá sem ekki gera sér fulla grein fyrir þessu.
Svo óska ég ykkur öllum velfarnaðar á þessum undarlegu tímum og farið varlega elskurnar.
Það er bara til eitt eintak af ÞÉR... þú sem þetta lest og án þín væri lífið lítilsvert.
Ljúfar kveðjur úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.