5.4.2020 | 04:36
Draumaprinsinn
Í fyrsta skipti á minni nokkuð langri ævi bý ég með manni sem elskar mig af öllu hjarta af allri sinni sál og líkama og það fæ ég að heyra á hverjum einasta nýjum degi. Við erum gamlar sálir sem hittumst eitt kvöldið og ekki var til baka snúið eftir þau kynni. Bara samtal,horfst í augu og ekkert nema hlýja sem umvafði okkur þetta örlagaríka kvöld sem við hittumst í fyrsta sinni.
Heill mánuður fór eingöngu í samtal gegnum síma sem tók heilar tvær bíómyndir sögðu peyjarnir hans hahahahhahaha ;) sem skyldu ekkert í því hvað pabbi var lengi á klósettinu að spjalla í símann langt fram undir morgun.
Ég elska þessa minningu því hann hefur ekkert breyst og er stöðugt að minna mig á hversu heitt hann elskar mig og að ég sé það besta sem nokkru sinni hafi komið inn í hans líf.
Og það sama get ég vissulega sagt um hann.. þessa elsku sem ég bý með og nýt þess að stjana við hann á hvern þann máta sem ég kann. Stundum skammar hann mig þegar ég segi töfraorðið: "Maturinn er tilbúinn elskan mín og gjörðu svo vel"
"Ekki láta alla aðra vera á undan þér" byrjaðu sjálf að fá þér að borða.Þú ert búin að hafa fyrir þessu öllu"
Ég hef bara vanist því gegnum tíðina eins og mamma mín forðum að við vorum alltaf síðastar til borðs því fjölskyldan gekk fyrir. Bóndinn og svo blessuð börnin.
"Leftovers/afgangar"voru vel þegnir á þessum tímum fyrir margt löngu síðan. Þegar þau voru mett þá var tilgagnum náð og það var fyrir öllu.´
Eg vil bara segja það eitt að ég elska alla fjölskyldu mína, bæði mín börn og Ómars börn. Þegar við giftum okkur sameinuðumst við og börn okkar beggja urðu börnin okkar.
Við erum ofboðslega rík er við horfum til barnanna og barnabarna okkar.
Við eigum yndislegt fólk í kring um okkur ég er svo heppin að eiga tengdaforeldra á lífi og pabbi minn blessaður er á dvalarheimili í Reykjanesbæ.
Bara þetta einkenni minnar fjölskyldu Gleðin/hláturinn/söngurinn/gamanið og bara að vera til er einstök tilfinning.
Ég elska ykkur hvert og eitt og á minn máta og vil þakka öllum sem einhvertíma hafa orðið viðloðandi líf mitt og gefið mér þá gjöf sem ég enn bý að.
Sem er þakklæti og gleði yfir að hafa fengið að kynnast þér/ykkur
Takk elskurnar mínar og geymi ykkur allar góðar vættir.
Kær kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 04:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.