Ef verður af Þjóðhátíð

Góðan og blessaðan daginn.


Sem Eyjamanneskja í húð og hár hef ég verið að velta fyrir mér hvernig ÍBV hyggst halda þjóðhátíð á þessum tímum covidveirunnar.

Hvernig sem ég velti þessum möguleika fyrir mér þá sé ég engan vegin lausnina. Og bjartsýnistal um að halda hátíðina með ákveðnum formerkjum eins og 2ja metra reglunni fæ ég bara ekki til að púslast saman, bara engan vegin.
Við vitum öll sem viljum viðurkenna að þegar fólk er komið í sönggírinn og söngvatnið þá losna allar hömlur og fólk verður ábyggilega fljótt að gleyma sér í gleðinni er ég hrædd um. Svo sé ég ekki fyrir mér hvernig á að koma í veg fyrir að hvítu tjöldin fyllast ekki af fólki fram undir morgun ef við hugsum enn um 2ja metra regluna.
Það hefur verið nefnt að verði hámark 2 þús manns og ég tek bara undir orð eins góðs eyjamanns að ekki vildi ég vera í þeirri stöðu að velja og hafna fólki sem vill komast á þjóðhátíð.
Við erum jú búandi,rúmlega 4 þús manns hér í Eyjum. Eða fá Eyjamenn ekki að sækja hátíðina?
Verður stefnt á að fá fólk ofan af fasta landinu í hátíðahöldin ? Eða verður þetta bland í poka. Þúsund Eyjamenn og þúsund ofan af landi?
Það er þegar byrjað að selja miða ekki satt og margir búnir að auglýsa eftir húsnæði sem vilja komast á þjóðhátíð.
Mig langar svo mikið að fá útskýringu á hvernig þetta verður yfirleitt hægt og hvernig og þætti vænt um að formaður þjóhátíðarnefndar myndi nú útskýra og eða teikna upp þá áætlun sem ÍBV hefur í huga, verði af hátíðinni.
Því ekki vilja menn verða valdir af nýjum smitfaraldri til þess eins að ná í peninga ? Ábyrgð þeirra sem munu taka af skarið og halda þjóðhátíð þrátt fyrir allt verður mikil og ég get ekki betur séð að það þurfi að stórauka gæslu og eftirfylgni að menn og konur virði 2ja metra regluna..úps..en það verður ansi erfitt þar sem aðeins er um 2 þús manns að ræða svo það gefur auga leið að þjóðhátíðargestir verða að vera færri ef auka þarf gæslu og eftirlit. Því jú allir lúta sömu reglunni hvort sem það eru gestir eða starfsmenn. Hvað með ferðamáta í Dalinn,rútur o.fl verður talið inní farartækin ?
Hvað með veitingatjaldið sem hefur alltaf verið stappað af fólki,hvað með bjórtjaldið sem er líka stappað af fólki, hvað með Brekkuna, hvað með Litla pallinn og auðvitað þann stóra þegar fólk vill sletta úr klaufunum og dansa eins og enginn sé morgundagurinn ?
Hvað með hvítu tjöldun..verður ekki að vera ákveðið bil milli tjalda og göturnar breiðari eða 2m reglan enn og aftur ? Svo eru það sölubúðirnar þarf ekki eitthvað að skoða aðkomu að þeim ?
Okey ég er með þessar spurningar því eins og ég nefndi get ég ekki púslað þessu saman en langar rosalega mikið að sjá hvernig ÍBV þjóðhátíðarnefnd ætlar að fara að þessu og ég tel að það sé betra að sýna almenningi það strax hvernig þessu verður háttað.
Með kveðju
Kolbrún Harpa



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband