4 maí 2020

Jæja.. þá hefur fyrsta hurðin verið opnuð en bara rétt út fyrir þröskuldinn og svo þurfum við að bíða þolinmóð hvað verður eftir c.a 2-3 vikur af hversu mikilli alvöru við fögnum þessari glufu og von sem það það vissulega gefur okkur öllum en.. það er undir okkur komið hverju og einu að hurðin lokist ekki að stöfum og þurfum að byrja upp á nýtt.

Ég vona svo sannarlega að til þess þurfi ekki að koma í þessari fyrstu tilslökun en það kemur í ljós. Enda efast ég um að nokkur maður vilji neyðast til að vera heima/inni vegna kæruleysis annarra.

Mér reyndar barst til eyrna að karlar væru mögulega svolítið kærulausir hvað varðar sprittun í verslunum. Og var sá aðili sem sagði mér frá þessu vitni að því að þrír karlmenn hefðu komið inní verslun hér í bæ og ekki haft fyrir því að spritta sig áður en haldið var inn í verslunina. Skil vel að viðkomandi hafi brugðið við að sjá þetta enda þarf þessi einstaklingur að verja sig vel gegn öllu smiti.
Finnst það háalvarlegt ef menn og eða konur geri nokkuð svona og setji aðra í hættu, fjölskyldu sína og nána ættingja. Hvað er með þessa hugsun "það kemur ekkert fyrir mig" ég segi bara í guðs bænum karlar sem haga sér svona að vera meiri karlmenn en þetta og gera það sem allir eiga að gera að spritta sig..ekki bara sjálfra sín vegna heldur ekki síst fyrir fjölskyldu sína og þá einstaklinga sem eru í mikilli áhættu útí samfélaginu.
Ég tel að það sé bara tilvalið að hafa öryggisverði í verslunum sem sjá til þess að allir spritti sig áður en farið er inní verslanir og fyrr fari enginn þar inn.
Nú þegar sumarið er komið til að gleðja okkur og græn ábreiðan verður meiri og ríkari í fjöllum,dölum og öðrum gróðri og blessuð blómin og trén eru að vakna af vetrardvalanum vill enginn neyðast til að halda sumarið innandyra í þeirri pardís sem þeir búa. Nú þegar grillilmurinn fer að æsa upp bragðlaukana og með einn kaldan á kantinum vill enginn taka sénsinn á að eyðileggja það sem þegar hefur áunnist ekki satt ?
Vonandi eigum við öll gleðilega og áhyggjulausa daga framundan en með fyrirhyggjuna á bak við eyrað og njótum alls þessa sem okkur stendur til boða þessa næstu daga,vikur og mánuði.
Kær kveðja úr Kollukoti
svartur_engillxxxxtexti.jpg





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband