11.5.2020 | 13:47
Óþreyjufullt fólk
Strax mátti greina óróleikan og óþolinmæði eftir fyrstu tilslökun Almannavarna teymisins og greinilegt að þrýstingur er að myndast á þetta góða fólk um meiri slökun.
Ég er ekki alveg sátt við taumleysið og óþreyjuna í fólki sem er ábyggilega eins og að fá njálg í rassgatið. Þú bara getur ekki verið kjurr eitt augnablik og ert sí og æ að klóra þér í "jú nó vatt" og viti menn að njallinn getur farið undir neglur sem þú svo klórar þér í nefinu/kinninni eða bara klappar elsku litla sæta barnabarninu þínu..og eða heilsar með handabandi,bara svona lítið dæmi.
Talandi um njálg.. ég man þegar ég var krakki að þá smitaðist ég af Kláðamaur og mig fer bara að klæja þegar ég minnist alls umstangsins sem var í gangi þegar þessi fjárans padda þurfti endilega að heimsækja okkur krakkana á Hvoli. Það var ekki bara að maður þurfti að skipta um föt á hverjum degi og þvo sér vel, heldur var borið á allan líkamann einhverju viðbjóðslegu kremi minnir mig eða vökva sem lyktaði í einu orði sagt hræðilega. Já og ekki má gleyma að það þurfti að skipta um á rúmum á hverjum degi ég segi bara aumingja elsku mamma okkar að þurfa að standa í þessu og ekki var nú þurrkurum til að dreyfa á heimilinu í denn heldur voru vindar og þurrkarar náttúrunnar sem sáu um það hlutverk að þurrka þvottinn fyrir mömmu.
Plúsinn við að þurrka þvottinn á snúrunum var að það kom svo dásamleg lykt af sængurverunum og ég elska þennan náttúrulega ilm enn í dag.
Ef þú gætir sett Covid veiruna í líki Njálgs eða Kláðmaurs þá langar þig akkúrat ekkert til að fá svoleiðis ófögnuð en því miður er fjárans veiran ósýnileg öllum og læðist að þér eins og draugur. En ef Covid væri líkt og að fá Njálg þá færi það ekki framhjá neinum skal ég segja þér,því allir væru að hamast við að klóra sér i óæðri endanum út og suður um borg og bý. Og eða Kláðamaur þá værirðu eins og iðandi ormur og það færi heldur ekki framhjá neinum. Og þú vildir forðast viðkomandi af fremsta megni.
Svo förum gætilega í umgengni við aðra bæði okkar vegna og ástvina og verum dugleg í handþvottinum og sótthreinsa bæði heima og heiman.
Kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.