Covid þjóðhátíð árið 2020

Það er komin verslunarmannahelgi en engin Þjóðhátíð í Eyjum, blásin af vegna veirunnar og fjöldi takmarkaður úr 500 niðrí 100 manns ásamt því að 2ja metra reglan er orðin skylda.
Enginn fer nú um borð í ferjuna okkar Herjólf nema vera með grímu fyrir vitum. Get ekki annað en dáðst af þríeykinu og honum Kára Stefáns sem passa svona vel upp á okkur almúgann enda leggjum við traust okkar á þessa 4 vitringa Íslands og er það vel. Allavega treysti ég þeim fyrir velferð okkar landsmanna en svo er þetta alltaf undir okkur sjálfum komið að framfylgja þeim reglum sem landsmönnum eru settar og alls ekki gleyma,hvar sem við komum við að þvo okkur vel og spritta bæði sjálfra okkar vegna og annarra.
Meðan ekki er búið að finna smitberan/smitberana sem mér finnst óhugnanlegt þá erum við öll sem eitt í hættu og sérstaklega viðkvæmt fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Vissulega mun þetta taka á enn eina ferðina bæði fyrir veitingastaði og ferðamannaþjónustuna en hvað viljum við gera? Vera bara kærulaus og hugsa að ekkert kemur fyrir mig. Sú kenning er löngu orðin úrelt og vonandi tekin útúr minnisbankanum að eilífu.
Þetta er nefnilega akkúrat ástæðan fyrir því að veran geti borist áfram ef við hugsum þannig. Hættum þessum barnaskap og tökum ábyrgð og það gerum við með því að hvert og eitt okkar hugsi um varnir,þvotta,spritta og grímur fyrir vitum þar sem ekki er hægt að komast í veg fyrir óþarfa nálgun eða 2ja metra regluna.
Mér finnst að samfélagið hér í Eyjum hafi sýnt mikla ábyrgð með því að aflýsa Þjóðhátíðinni sem vissulega mun skilja eftir ákveðið tóm í hjörtum okkar heimamanna. Mér hefur skilist að götugrillum og fleira hafi verið aflýst og það er líka að taka ábyrgð. En til að gera sér dagamun hafa margir tjaldað hinum einu sönnu hvítu hústjöldum í görðum sínum með fjölskyldu sinni og nánum vinum og finnst mér það svo frábært að geta haldið í einhverja hefðir Þjóðhátíðar langt frá Herjólfsdal. Mér fannst einnig frábært að í svoleiðis mígandi rigningu var Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar að spila inni í Herjólfsdal á degi setningarinnar föstudeginum og annar ungur maður Ágúst Halldórsson steig í pontu meðan himnarnir steyptu úr sér og setti Þjóðhátíðna 2020 formlega en eiginkona hans tók upp á myndband af þessari einstöku 2ja manna setningu og mér fannst þetta svo frábært hjá honum og Jarli með sitt fólk. Segi bara Bravó fyrir ykkur. Kveikt var á brennunni á Fjóskletti klukkan tíu um kvöldið sem byrjaði með örflugeldasýningu, pínu erfitt að ná bálinu upp þar sem brennan var hundblaut en það tókst að lokum og þessir Eyjapeyja sem stóðu að brennunni voru æðislegir að bara nenna þessu en mannfólkið varð að njóta brennunnar ú tölvuverðri fjarlægð enda Herjólfsdalur lokaður almenningi og lögreglan stóð sína plikt og passaði uppá að enginn gæti laumast nær bálinu til að finna ylinn sem við finnum undir venjulegum kringumstæðum.Meira að segja var Myllan formlega tekin í notkun af aðstandendum hennar og skálað fyrir henni. Nokkrir tóku sig til um daginn og flikkuðu upp á brúnna yfir tjörninni bara svona af gömlum vana svo rétt til að finna smá þjóðhátíðarfíling og það fannst mér einnig frábær ákvörðun. 
Svo er bara að vona að næsta ár verði okkur gjöfulla þegar líður að ágúst og við getum haldið þjóðhátíð eins og okkur Eyjafólki er einum lagið. En á meðan getum við notið tónleika góðra listamanna í sjónvarpinu með nánum fjölskyldumeðlimum og vinum. Ég segi bara gleðilega hátíð kæru Eyjamenn,Eyjakonur og fjölskyldur og takk þið sem gáfuð okkur smávegis af þjóðhátíð í hjartað, þið eruð allir/öll  frábær

Úr tjaldinu ómuðu gítartónar 
Kær kveðja úr Kollukoti
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttircool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband