1.9.2020 | 12:58
Lausagönguhundarnir í Eyjum
Mikið er maður orðinn leiður á að sjá og lesa að það eru yfirleitt sömu hundarnir sem eru að sleppa og þvælast um alla Eyju,mörgum til ama.
Svo eru það alltaf sömu afsakanirnar hjá eigendum þessara sömu hunda. Mér finnst bara mikið að ef eigendur geta ekki tjóðrað hundana sína betur og passað betur uppá dýrin sín.
Hér heima fyrir hefur ekki verið friður fyrir einum stórum hundi,svörtum að lit með smá hvítt undir hálsi/á bringu og meira segja hefur þessu hundur marg reynt að komast inn en sem betur fer hef ég nú læst.
Hélt fyrst að þetta væri einhver óprúttinn að reyna fyrir sér í innbroti því það var margsinnis ýtt á hurðina og húnninn á útidyrahurðinni var hreyfður. Svo kom í ljós að þetta var umræddur hundur sem ég nefndi hér að ofan. Sá hann hér bak við hús í morgun. Sniðugur og getur greinilega opnað hurðir og sem segir mér líka að ef þessi hundur getur opnað dyr heima hjá sér til að komast út þá þarf auðvitað að læsa.
Og enn og aftur má minna á að það eru margir skíthræddir við hunda og lausaganga hunda er bönnuð. Þið vitið þetta vel eigendur þessara hunda.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Pössum betur uppá dýrin okkar og bestu vini
og tökum tillit til náungans og ekki síst þeirra sem eru hræddir við hunda
Myndin er af Boxertíkinni Ninju sem við áttum eitt sinn .
Kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.