Þolinmæði þrautir vinnur allar

ÞOLINMÆÐI er eitt af því sem þjóðina skortir mikið það sér maður eftir að Covid sýndi klærnar og glyrnurnar. Því miður en samt skiljanlega hefur fólk beðið með öndina í hálsinum eftir einhverjum tilslökunum í umgengi við annað fólk en um leið og tilslakanir eru tilkynntar eru ansi margir skyndilega komnir með ADHD eða stór hluti fólks í ferðamálageiranum og fólk sem bara VERÐUR að fara erlendis í sólina og þá helst í fyrradag. Af hverju ? Við eigum margar dýrmætar perlur hér á landi sem margir hverjir hafa ekki einu sinni litið augum fyrr en í sumar og fólk á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á landinu og eyjunum við landið og þá nefni ég Heimaey með alla sína töfra og fegurð í allri sinni litríku mynd. Og ég sem er fædd þar og uppalin er enn þann dag í dag að uppgötva nýja og nýja töfra náttúrunnar sem er svo margbreytileg. Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst á þessari fallegu eyju, Heimaey og hér mun ég bera mín bein þegar þar að kemur <3 Vona bara að það verði úr elli en ekki vegna Covid svo ég geri mitt besta til að vernda mig. Það versta við Covid eru þeir sem verða ekki sýnilega ,veikir en bera veiruna í sér og það finnst mér óhugnanlegasti parturinn af þessum faraldri. Nú veikjist miklu yngra fólk en þau eiga væntanlega pabba og mömmu, afa og ömmu sem eru mögulega í áhættuhópum. Ég er beggja blands vegna skólanna hefði mátt leggja meiri áherslu á fjarnám til að minnka blöndun hópa í kennslu og skólalóð. Samkomustaðir lokaðir kl. 23 á kvöldin en svo sérðu afleiðingarana hópsamkomur allsstaðar eftir lokun og enginn virðir neinar reglur. Með þessu blaðri mínu vil ég herða á en ekki gefa eftir um leið og enginn mælist með Covid og það í a.m.k mánuð eða tvo. Efast ekki um það eitt augnablik að það er mikill þrýstingur í gangi á heilbrigðisyfirvöld af fólki í ofangreindum geira þó svo þríeikið hafi neitað því. Ég hef þá skoðun að þau fyrir tæki sem hanga á brauðfótum í þessum geira verði bara að játa sig sigruð og þau hin fjársterkari haldi velli. Ekkert hefur verið gert fyrir fólkið í landinu heldur einblínt á fjármálageirann og ótal milljónum úthlutað beint í svarthol. Jæja..best að þegja áður en ég segi meira ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband