20.10.2020 | 07:34
Ósamræmi
Ég get engan vegin skilið þetta ósamræmi milli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hins vegar sóttvarnarlæknis. Hvernig má og getur heilbrigðisráðherra ákveðið þvert á tilmæli sóttvarnarlæknis hvað má vera opið og hvað ekki ?
Þegar svona er farið að.. fer mann að gruna eitt og annað s.s þrýstingur og eða að eitthvað sé ekki alveg í lagi þ.e.a.s heilstætt mat heilbrigðisráðherra. Það er mikil persónuleg ábyrgð fólgin í svona ákvörðun hjá ráðherra heilbrigðismála.
Get ekki skilið að þegar smitum fer eitthvað fækkandi að þá á bara að opna staði sem hafa verið lokaðir. Líkamsræktarstöðvar má nú opna með sérstökum ákvæðum..en því í ósköpunum getur fólk ekki farið út að hlaupa eða ganga rétt á meðan lokanir eru í gangi ?
Ég hreinlega skora á líkamsræktarstöðvar að hafa áfram lokað og taka ábyrgð. Mannslíf er meira virði en taka svona áhættu og þar er ábyrgð ykkar eigenda rosalega mikil.
Og nú les maður að veitingastaðir séu jafnvel að fara í mál vegna lokana ! Örvæntingafullt fólk gerir oft mikil og stór mistök en það má nefna að Covid er drepsótt en ekki bara einhver kvefpest.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn..tökum ábyrgð,verndum okkur sjálf og um leið aðra í kring um okkur. Það styttist í jólin og það yrði dásamlegt að geta verið með fjölskyldum sínum um hátíðina en það verður eingöngu vegna þess að við tökum öll ábyrgð og þá mögulega fer að sjá i mark og fleiri megi koma saman. Við höfum verið ótrúlega heppin hér í Eyjum fram að þessu og með sömu ábyrgð einn fyrir alla og allir fyrir einn getum við vonandi haldi gleðileg jól
Kær kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þín orð Kolla, á ekki til orð yfir ákvörðun Heilbrigðisráðherra.
Kveðjur í konukot.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.10.2020 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.