Þegar jólin nálgast

Alltaf skal heilinn fara í frí og verða gjörsamlega meðvitundarlaus þegar á að fara að velja jólagjafir, allavega frýs hann hjá mér í hvert skipti.
Og nú þegar allt hefur hækkað uppúr öllu valdi er enn erfiðara að velja eitthvað svo öðrum líki. Og alltaf verð ég jafn hissa þegar á að fara að greiða fyrir vörur í hinum svokölluðu lágvöruverslunum. Mikið til það sama sem maður er að versla en aurinn maður..hann er fljótari að hverfa en andskotinn sjálfur. Ég geri yfirleitt kaup fyrir marga daga í einu og síðast þegar ég gerði það þá lá við að liði yfir mig þegar ég átti að borga fyrir sömu vörur en meira en helmingi dýrari en venjulega. Hvernig fer fólk yfirleitt að í þessari dýrtíð og ég þakka guði fyrir að ég er ekki alveg ein með að hafa laun en ef svo væri þá gæti ég aldrei náð endum saman verandi á ellilífeyri og borga leigu. Ég lægi líklega uppá börnunum mínum í tíma og ótíma þeim til mikillar "gleði" cool ER nú reyndar aðeins að fíflast með börnin mín þau eru öll yndisleg og vilja allt fyrir mann gera.
Þar sem ég á eina yngri dóttur sem er ekki að ganga góða vegi þessa stundina þá hryllir mig við að vita af henni á götunni þegar jólahátíðin gengur í garð en ef allt gengur upp næstu daga þá er von um að komast á Vog, 20 desember rétt fyrir jólin og hjarta mitt hlýnar við að hugsa til þess og þá hefur hún þak yfir höfuðið og reglulegar máltíðir ásamt því að vera í afeitrun. Og hugur hennar gengur enn lengra með að fara í lengri meðferð tl að ná sér uppúr þessu öllu og ég vona innilega að henni takist þetta elsku stelpunni minni.
Ég hef fengið í lið með mér dásamlega manneskju sem er tengdadóttir mín hún Drífa  og hún vill allt fyrir mágkonu sína gera og sem í hennar valdi stendur, enda nær hún miklu betra kontakti við dóttur mína en ég. Það bað hana enginn um að hjálpa heldur bara fór hún í málin og hefur verið yngri dóttur minni stoð og stytta í hvívetna og mér finnst þetta alveg hreint ómetanlegt enda er tengdadóttir mín falleg bæði að utan sem og innan. Og á ég henni mikið að þakka ef ég get þá nokkurn tíma þakkað henni að fullu. Ef til er engill er tengdadóttir mín sá engill í mannsmynd. 
Eigið annars yndislega daga framunda elskurnar
Kveðja úr Kollukoti 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband